Vilt þú vera sjálfboðaliði á Kirkjudögunum?

13. ágúst 2024

Vilt þú vera sjálfboðaliði á Kirkjudögunum?

Kirkjudagar þjóðkirkjunnar fara fram 25.ágúst til 1. september.

Mikill undirbúningur hefur verið í langan tíma fyrir þá fjölbreyttu dagskrá sem þar verður í boði.

Fjöldi sjálfboðaliða verður að störfum í Lindakirkju á meðan dagskráin fer fram, en alltaf má bæta við.

Það er nefnilega enn hægt að slást í hópinn, því þörf er á fleiri sjálfboðaliðum til starfa, sérstaklega á laugardeginum 31. ágúst.

Í boði eru fjölbreytilegar og skemmtilegar vaktir víðsvegar um svæðið.

Sem dæmi má nefna:

að aðstoða við föndur, leiki, matarföndur og grill, kynningarbása, útisvið, hoppukastala og að vísa á bílastæði.

Hægt er að skrá sig hér.

Þema Kirkjudaganna er „Sælir eru friðflytjendur“ og því eru allir sjálfboðaliðar friðflytjendur.

Allir sjálfboðaliðar verða klæddir í friðflytjendabol sem auðkennir þá sem starfsfólk á svæðinu.

Sjálfboðaliðar mega síðan eiga sína boli.

Sjá mynd af bolnum hér fyrir neðan.

Veitingar verða í boði fyrir sjálfboðaliða.

Skipulagsfundur fyrir sjálfboðaliða verður haldinn fimmtudaginn 15. ágúst kl. 17:00-19:00 í Lindakirkju.

Boðið verður upp á kvöldverð.


slg


Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Þjóðkirkjan

  • Æskulýðsmál

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar