Vilt þú vera sjálfboðaliði á Kirkjudögunum?

13. ágúst 2024

Vilt þú vera sjálfboðaliði á Kirkjudögunum?

Kirkjudagar þjóðkirkjunnar fara fram 25.ágúst til 1. september.

Mikill undirbúningur hefur verið í langan tíma fyrir þá fjölbreyttu dagskrá sem þar verður í boði.

Fjöldi sjálfboðaliða verður að störfum í Lindakirkju á meðan dagskráin fer fram, en alltaf má bæta við.

Það er nefnilega enn hægt að slást í hópinn, því þörf er á fleiri sjálfboðaliðum til starfa, sérstaklega á laugardeginum 31. ágúst.

Í boði eru fjölbreytilegar og skemmtilegar vaktir víðsvegar um svæðið.

Sem dæmi má nefna:

að aðstoða við föndur, leiki, matarföndur og grill, kynningarbása, útisvið, hoppukastala og að vísa á bílastæði.

Hægt er að skrá sig hér.

Þema Kirkjudaganna er „Sælir eru friðflytjendur“ og því eru allir sjálfboðaliðar friðflytjendur.

Allir sjálfboðaliðar verða klæddir í friðflytjendabol sem auðkennir þá sem starfsfólk á svæðinu.

Sjálfboðaliðar mega síðan eiga sína boli.

Sjá mynd af bolnum hér fyrir neðan.

Veitingar verða í boði fyrir sjálfboðaliða.

Skipulagsfundur fyrir sjálfboðaliða verður haldinn fimmtudaginn 15. ágúst kl. 17:00-19:00 í Lindakirkju.

Boðið verður upp á kvöldverð.


slg


Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Þjóðkirkjan

  • Æskulýðsmál

Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju
Prestarnir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Toshiki Toma ásamt Olgu Khodos

Manneskjan er flóknasti og fallegasti leyndardómur tilverunnar.

20. nóv. 2024
...segir Olga Khodos sálfræðingur frá Úkraínu
Grensáskirkja gnæfir yfir byggðina

Jólaaðstoð Hjálparstarfsins kynnt

20. nóv. 2024
...hjá Vinum Hjálparstarfsins