Prófastur messar á fornum kirkjustað

14. ágúst 2024

Prófastur messar á fornum kirkjustað

Útimessa í Tröllatungu

Eins og fram hefur komið á kirkjan.is í sumar er víða messað í eyðibyggðum yfir sumarið þar sem kirkjur eru eða bænhús.

En svo er líka messað á fornum kirkjustöðum þó kirkjan standi ekki lengur þar sem hún áður stóð, en hugsað er vel um kirkjugarðinn eins og víðast hvar annars staðar á landinu.

Tröllatunga á Ströndum var kirkjustaður til ársins 1906 og þar var prestssetur.

Þar finnst surtarbrandur og plöntusteingervingar á nokkrum stöðum.

Það orð mun hafa komist á fyrr á öldum að þarna væru málmar og fjársjóðir fólgnir í jörðu.

Útveguðu danskir menn sér leyfi stjórnvalda til að grafa eftir verðmætum.

Grófu þeir í svonefndan Gullhól en fundu aðeins grjót og meira grjót.

Í Tröllatungukirkju var klukka ævaforn sem Þjóðminjasafnið eignaðist árið 1988.


Bændurnir í Tröllatungu, hjónin Sigríður Drífa Þórólfsdóttir og Birkir Þór Stefánsson hafa ásamt börnum sínum Árnýju Helgu og Stefáni Þór síðastliðin 19 ár unnið að því gera upp og fegra kirkjugarðinn í Tröllatungu.

Ragnheiður J. Árnadóttir, amma Birkis flutti að Tröllatungu árið 1941 ásamt sínum manni Daníel Ólafssyni og börnum.

Hún byrjaði á að fá leyfi hjá þáverandi biskupi að slétta og laga garðinn fljótlega eftir að þau komu þangað, einnig var hún með blómagarð fyrir framan kirkjugarðinn.

Er þessi garður einkar glæsilegur og honum vel við haldið.

Sunnudaginn 11. ágúst var haldin guðsþjónusta í kirkjugarðinum.

Sóknarpresturinn á Hólmavík, sr. Sigríður Óladóttir stýrði henni.

Upplestur annaðist æskulýðsfulltrúi Hólmavíkurkirkju, Elísa Mjöll Sigurðardóttir.

Sr. Magnús Erlingsson sóknarprestur í Ísafjarðarprestakalli og prófastur í Vestfjarðaprófastsdæmi hélt hugvekju.

Íris Björg Guðbjartsdóttir spilaði undir almennan söng á gítar og söng einnig einsöng.

Eftir messuna var boðið upp á kaffi og kökur á heimili húsbændanna í Tröllatungu.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá þessum ángæjulega viðburði.

 

slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Sjálfboðaliðar

  • Trúin

  • Viðburður

  • Heimsókn

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir verður vígð til biskups í Hallgrímskirkju

31. ágú. 2024
...á morgun, sunnudaginn 1. eptember
Biskup afhendir Ingunni Aradóttur viðurkenningu fyrir að syngja í kirkjukór í 45 ár

Viðurkenningar fyrir söng í kirkjukórum og Sálmafoss

31. ágú. 2024
...á Kirkjudögum þjóðkirkjunnar
Regína Ósk og Svenni sjá um sunnudagaskólann

Friður og fjör á Kirkjudögum

30. ágú. 2024
...mikil gleði þrátt fyrir slæmt veðurútlit