Kvæðamessa á Akureyri

15. ágúst 2024

Kvæðamessa á Akureyri

Glerárkirkja og Akureyrarkirkja standa saman að fjölbreyttum sumarmessum í Akureyrarkirkju kl. 11:00 á sunnudögum.

Sunnudaginn 18. ágúst verður bryddað upp á þeirri nýung að halda kvæðamessu með Kvæðamannafélaginu Gefjuni.

Þetta mun vera í fyrsta skipti sem slík stund er haldin, þar sem íslensk kvæði með trúarlegum tilvísunum eru kveðin á milli hefðbundinna liða guðsþjónustunnar.

Vísur eftir Steingrím Thorsteinson, Jón Magnússon og Stefán frá Hvítadal munu hljóma í fagurri hvelfingu Akureyrarkirkju, auk þjóðvísna sem eru alþekktar.

Ein vísa Steingríms er svona:

Tölum við um tryggð og ást,

tíma löngu farna,

unun sanna, er aldrei brást,

eilífa von guðs barna.

Nú eru liðin 95 ár frá stofnun Kvæðamannafélagsins Iðunnar í Reykjavík, þann 15. september árið 1929.

Kvæðamannafélagið Gefjun á Akureyri er nokkuð yngra, stofnað árið 2005 og fagnar því 20 ára afmæli sínu á næsta ári.

Sr. María Guðrúnar Ágústsdóttir leiðir guðsþjónustuna ásamt félögum úr Kvæðamannafélaginu Gefjuni.

Myndin sem fylgir fréttinni er úr Bændablaðinu.


slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Messa

  • Nýjung

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Kirkjustaðir

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju