Minningarsteinn afhjúpaður um Hallgrím og Guðríði

16. ágúst 2024

Minningarsteinn afhjúpaður um Hallgrím og Guðríði

Hallgrímskirkja í Saurbæ

Í tilefni af 350.ártíð sálmaskáldsins Hallgríms Péturssonar verður afhjúpaður minningarsteinn um Hallgrím Pétursson og konu hans Guðríði Símonardóttur á leiði Hallgríms í Saurbæjarkirkjugarði með athöfn í Hallgrímskirkju í Saurbæ og í Saurbæjarkirkjugarði þriðjudaginn 20.ágúst klukkan 17:00.

Verkefninu hefur Guðmundur Rafn Sigurðsson fráfarandi framkvæmdastjóri Kirkjugarðaráðs stýrt.

Steininn gerði Þór Sigmundsson steinsmiður.

Áletrun á steininum er gerð samkvæmt tillögu sr. Karls Sigurbjörnssonar fyrrum biskups Íslands.

Áletrunina teiknaði Gunnar Karlsson.

Hollvinafélag Hallgrímskirkju í Saurbæ safnaði styrkjum sem standa undir öllum kostnaði við gerð steinsins og við flutning gamla steinsins af leiði Hallgríms inn í kirkjuna þar sem honum hefur verið fundinn staður til framtíðar.

Athöfnin hefst í Hallgrímskirkju í Saurbæ klukkan 17:00 þar sem prestar prestakallsins leiða helgistund og minnst verður helstu viðburða í Saurbæ í tilefni af 350.ártíð Hallgríms Péturssonar.

Sr. Kristján Valur Ingólfsson fyrrum vígslubiskup í Skálholti og ábúandi í Saurbæ minnist Hallgríms og Guðríðar.

Organisti og kórstjóri er Zsuzsanna Budai.

Síðan verður gengið að leiði Hallgríms þar sem biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir og frú Kristín Þ. Guðjónsdóttir ekkja sr. Karls Sigurbjörnssonar biskups, afhjúpa minningarstein Hallgríms og Guðríðar.

Benedikt Kristjánsson syngur einsöng.

Frú Agnes biskup helgar steininn og blessar söfnuðinn.

Að athöfn lokinni er kaffi í boði sóknarnefndar og Hollvinafélagsins í fyrrum prestssetri Saurbæjar.

Öll eru velkomin að taka þátt í þessum viðburði.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Söfnun

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Vígslubiskup

  • Biskup

Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju
Prestarnir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Toshiki Toma ásamt Olgu Khodos

Manneskjan er flóknasti og fallegasti leyndardómur tilverunnar.

20. nóv. 2024
...segir Olga Khodos sálfræðingur frá Úkraínu
Grensáskirkja gnæfir yfir byggðina

Jólaaðstoð Hjálparstarfsins kynnt

20. nóv. 2024
...hjá Vinum Hjálparstarfsins