Sr. Kristín Þórunn ráðin

20. ágúst 2024

Sr. Kristín Þórunn ráðin

Sr. Kristín Þórunn

Biskup Íslands óskaði nýlega eftir sóknarpresti til þjónustu við Skálholtsprestakall í Suðurprófastsdæmi.

Miðað var við að viðkomandi gæti hafið störf 1. september n.k.

Prestakallið

Prestakallið tilheyrir Suðurprófastdæmi og er á samstarfssvæði með Hrunaprestakalli.

Það samanstendur af átta sóknum þar sem eru 12 kirkjur:

Bræðratungusókn - Bræðratungukirkja, Haukadalssókn - Haukadalskirkja, Skálholtssókn - Skálholtskirkja, Torfastaðasókn - Torfastaðakirkja, Miðdalssókn - Miðdalskirkja, Mosfellssókn - Mosfells-Stóru-Borgar og Búrfellskirkjur, Úlfljótsvatnssókn - Úlfljótsvatnskirkja, Þingvallasókn - Þingvallakirkja.

Auk þess eru í prestakallinu Úthlíðarkirkja sem er bændakirkja og Sólheimakirkja á Sólheimum og er reglulegt helgihald í báðum kirkjum.

Prestsbústaður er í Mosfelli.

Valnefnd hefur valið sr. Kristínu Þórunni Tómasdóttur, prest í Egilsstaðaprestakalli í starfið og hefur biskup Íslands staðfest þá ráðningu.

Sr. Kristín Þórunn er fædd í Neskaupsstað árið 1970 þar sem foreldrar hennar, sr. Tómas Sveinsson og Unnur Anna Halldórsdóttir djákni þjónuðu en hún er elst af fimm börnum þeirra.

Kristín ólst að mestu leyti upp í Reykjavík þaðan sem hún lauk stúdentsprófi og cand. theol. gráðu frá Háskóla Íslands.

Hún sótti framhaldsnám í guðfræði og trúarbragðafræði í Svíþjóð og Bandaríkjunum og vígðist til þjónustu héraðsprests í Kjalarnessprófastsdæmi árið 1998.

Hún hefur einnig sinnt prestsþjónustu í Garðaprestakalli, Laugarnesprestakalli, í lúthersku og anglikönsku kirkjunni í Genf, og í Egilsstaðaprestakalli.

Hún hefur fjölbreytta reynslu af kirkjustarfi innanlands og erlendis, og hefur lagt sig eftir vinnu við helgihald og tilbeiðslu, og situr m.a. í handbókarnefnd þjóðkirkjunnar.

Sr. Kristín Þórunn er gift sr. Árna Svani Daníelssyni, samskiptastjóra Lútherska heimssambandsins og þau eiga fjögur uppkomin börn og tvö sem eru ennþá heima við.

 

slg





  • Kirkjustaðir

  • Lútherska heimssambandið

  • Prestar og djáknar

  • Prestsbústaðir

  • Samstarf

  • Starf

  • Biskup

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju