Kveðjumessa og pílagrímaganga í upphafi kirkjudaga

22. ágúst 2024

Kveðjumessa og pílagrímaganga í upphafi kirkjudaga

Lindakirkja

Kirkjudagar þjóðkirkjunnar verða haldnir 25. ágúst til 1. september.

Þeir hefjast með kveðjumessu frú Agnesar M. Sigurðardóttur biskups Íslands og þeim lýkur 1. september með biskupsvígslu sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur.

Biskupsvígslan hefst kl. 14:00 í Hallgrímskirkju.

Kveðjumessan í Dómkirkjunni hefst kl. 11:00 sunnudaginn 25. ágúst.

Dómkirkjuprestarnir þau sr. Sveinn Valgeirsson og sr. Elínborg Sturludóttir þjóna fyrir altari ásamt biskupi Íslands sem prédikar.

Dómkórinn syngur undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar organista.

Einsöngvari er Margrét Hannesdóttir.

Á eftir verða veitingar fram bornar í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar.


Eftir messukaffið verður lagt af stað í pílagrímagöngu að Lindakirkju í Kópavogi þar sem kirkjudagarnir munu fara fram.

Möguleiki er á að koma inn í gönguna á eftirfarandi áningarstöðum:

Stúdentagarðarnir við Eggertsgötu um kl. 12:45.

Endastöð strætó í Skerjafirði.

Nauthólsvík um kl. 13:15.

Fossvogskirkjugarður.

Fossvogsdalur um kl. 14:15.

„Feginsbrekka” hin nýja í Kópavogi um kl. 15:15.

Í pílagrímagöngunni á kirkjudögum fá þátttakendur innsýn inn í helstu stef pílagrímaguðfræðinnar og verður staldrað við á nokkrum stöðum á leiðinni og þar sem hægt verður að koma inn í gönguna ef fólk vill.

Á áningarstöðunum á leiðinni verða fluttar stuttar örhugvekjur.

Gangan er um 12 kílómetrar og gert er ráð fyrir að það taki a.m.k. 3 klst. að fara þessa leið.

Umsón með pílagrímagöngunni hafa sr. Elínborg Sturludóttir prestur í Dómkirkjunni í Reykjavík og sr. Hans Guðberg Alfreðsson prestur í Garðaprestakalli og prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi.

Nánar má finna um pílagrímagönguna hér.

„Nemið staðar við vegina og litist um og spyrjið um gömlu göturnar. ” Jer.6:16

Við lok göngunnar verður tekið á móti göngufólki í Lindakirkju og þá fer fram setning kirkjudaganna.

Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leiðir stundina og setur kirkjudagana kl. 16:00.

Ásdís Kristjándóttir, bæjarstjóri Kópavogs og Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, flytja ávörp.

Hólmfríður Sigurðardóttir leiðir tónlist og kvartett syngur auk þátttakenda.

Á eftir verður boðið upp á kaffiveitingar.

Sjá auglýsingu um kirkjudagana hér fyrir neðan.


slg



Myndir með frétt

  • Biskup

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Þjóðkirkjan

  • Auglýsing

Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju
Prestarnir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Toshiki Toma ásamt Olgu Khodos

Manneskjan er flóknasti og fallegasti leyndardómur tilverunnar.

20. nóv. 2024
...segir Olga Khodos sálfræðingur frá Úkraínu
Grensáskirkja gnæfir yfir byggðina

Jólaaðstoð Hjálparstarfsins kynnt

20. nóv. 2024
...hjá Vinum Hjálparstarfsins