Orgelmaraþon og „Hnöppum saman“ á menningarnótt

23. ágúst 2024

Orgelmaraþon og „Hnöppum saman“ á menningarnótt

Klais orgelið í Hallgrímskirkju

Menningarnótt verður í Reykjavík laugardaginn 24. ágúst og verður margt um að vera í miðborg Reykjavíkur og reyndar víðar um borgina.

Orgelmaraþon verður í Hallgrímskirkju kl. 14:00 til 18:00.

Kirkjan verður opin og orgelinu fagnað.

Reykjavíkurmaraþon hefur verið hlaupið á götum Reykjavíkurborgar á menningarnótt að morgni laugardags frá 1984, en í Hallgrímskirkju verður fyrr nefnt orgelmaraþon.

Organistar verða Ágúst Ingi Ágústsson, Björn Steinar Sólbergsson, Elísabet Þórðardóttir, Kittý Kovács, Matthías Harðarson, Nils Henrik Asheim, Steinar Logi Helgason og Tuuli Rähni.

Gestgjafi verður sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir sóknarprestur í Hallgrímskirkju.

 

Hallgrímskirkju kórónur og fleira skemmtilegt fyrir börnin milli 14-16.

Auk orgelmaraþonsins verða Hallgrímskirkju-kórónur í boði sem listakonan Jana María Guðmundsdóttir hannaði.

Hægt verður að lita kórónurnar í öllum regnbogans litum.

Börnin geta einnig tekið þátt í því að skapa listaverk gert úr hnöppum og heitir viðburðurinn „Hnöppum saman“.

Íslensk börn á öldum áður léku sér með tölur og hnappa og söfnuðu tölum.

Það verða tvenn form í gangi, annað verður af Grafarkirkju á Höfðaströnd í Skagafirðinum en þar fæddist Hallgrímur Pétursson og hitt verður af íslensku kindinni.

Á viðburðinum verður hægt að skoða og leika sér með eins leikföng og Hallgrímur lék sér með sem barn.

Aðgangur er ókeypis!

Fleiri upplýsingar um dagskrána á Menningarnótt í Hallgrímskirkju og tónlistarfólkið má finna hér.

Myndin hér fyrir neðan er tekin í Hallgrímskirkju á menningarnótt árið 2022.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Tónlist

  • Kirkjustaðir

logo.png - mynd

Laust starf

19. mar. 2025
...prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
Neskirkja í Reykjavík

Laust starf

18. mar. 2025
...prests við Neskirkju í Reykjavík
Kristín Waage, Kristján Valur, Kristján Búason og Margrét Bóasdóttir

Tvöfalt afmæli á hjúkrunarheimilinu Grund

17. mar. 2025
...kapellan á Grund 70 ára