Sextán kórar syngja á sálmafossi á kirkjudögunum

23. ágúst 2024

Sextán kórar syngja á sálmafossi á kirkjudögunum

Sálmafoss

Sextán kórar víðs vegar af landinu syngja á sálmafossi á kirkjudögunum sem fram fara í Lindakirkju alla næstu viku.

Sálmafossinn fer fram föstudaginn 30. ágúst kl. 16:30-22:00 í Lindakirkju.

Sextán kórar af öllu landinu hafa skráð sig til leiks og munu þeir ásamt einsöngvurum syngja úrval úr nýju sálmabókinni.

Dagskráin verður í beinu streymi á kirkjudagar.is.

Kórar sem taka þátt í Sálmafossinum eru eftirfarandi

Karlakór KFUM

Kirkjukór Hraungerðis og Villingaholtssókna

Kór Egilsstaðakirkju

Kór Grafarvogskirkju

Kór Ísafjarðarkirkju

Kór Kópavogskirkju

Kór Lindakirkju

Kór Njarðvíkurkirkju

Kór Selfosskirkju

Kór Vídalínskirkju

Kór Víðistaðakirkju

Ljósbrot, kvennakór KFUK

Seimur, kór Ástjarnarkirkju

Sönghópurinn við Tjörnina

Vox Gospel

Vox Populi

Þá verða með söngkonurnar Kirstín Erna Blöndal og Ragnheiður Gröndal.


Öll geta verið með

Öll sem vilja geta tekið þátt í Kór Kirkjudaganna sem syngur við upphaf Sálmafossins og við hátíðarhelgistundina á laugardeginum kl. 16:00.

Hver sem er getur skráð sig til þátttöku á netfangið songmalastjori@kirkjan.is .

Sendar verða út hljóðskrár og nótur til þeirra sem taka þátt.

Sameiginleg æfing kórsins verður fimmtudaginn 29. ágúst kl. 19:00 í Lindakirkju.


Liljan

Heiðursviðurkenningin Liljan verður afhend föstudaginn 30. ágúst kl 15:00.

Þetta árið er hún veitt til fulltrúa í kirkjukórum landsins sem hafa sungið í kirkjukórum í 30 ár eða lengur.

Biskup Íslands, frú  Agnes M. Sigurðardóttir mun veita viðurkenninguna.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Viðburður

  • Biskup

Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju
Prestarnir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Toshiki Toma ásamt Olgu Khodos

Manneskjan er flóknasti og fallegasti leyndardómur tilverunnar.

20. nóv. 2024
...segir Olga Khodos sálfræðingur frá Úkraínu
Grensáskirkja gnæfir yfir byggðina

Jólaaðstoð Hjálparstarfsins kynnt

20. nóv. 2024
...hjá Vinum Hjálparstarfsins