Biskup hvetur til þátttöku á kirkjudögunum

25. ágúst 2024

Biskup hvetur til þátttöku á kirkjudögunum

Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands

Kirkjudagar þjóðkirkjunnar verða settir í dag sunnudaginn 25. ágúst.

Hefjast þeir með kveðjumessu biskups í Dómkirkjunni í Reykjavík.

Eftir messuna verður pílagrímaganga frá Dómkirkjunni að Lindakirkju þar sem kirkjudagarnir fara fram.

Setning kirkjudaganna verður síðan í Lindakirkju kl. 16:00.

Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leiðir stundina, en hún hefur sent frá sér eftirfarandi hvatningu:


„Kæra samstarfsfólk!

Nú er allt að smella saman fyrir kirkjudagana sem hefjast í dag.

Á síðunni kirkjudagar.is er dagskrána að finna og margt gagnlegt og gott sem nýtist til framtíðar.

Öllu verður streymt og myndefni geymt.

Við hlökkum til að sjá og heyra um allt það góða starf og gagnlegu guðfræði sem kirkjan býður þjóðinni.

Alla daga vikunnar verður eitthvað um að vera en aðaldagarnir verða föstudagurinn 30. og laugardagurinn 31. ágúst.

Ég hvet allt fólk sem á heimangengt að kynna sér dagskrána og koma í Lindakirkju í Kópavogi.

Þar er margt áhugavert svo sem málstofur, kynningarbásar, afhending Liljunnar til allra sem sungið hafa í kirkjukór í 30 ár eða lengur, barnadagskrá, matarvagn og fleira mætti telja.

Yfirskrift daganna er úr Matteusarguðspjalli:

„Sælir eru friðflytjendur“.

Ekki er vanþörf á því að finna leiðir til að koma á friði í víðsjárverðum heimi.

Verið velkomin á hátíð sem ekkert kostar inn á.“


slg


  • Barnastarf

  • Biblían

  • Biskup

  • Guðfræði

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Trúin

  • Viðburður

  • Æskulýðsmál

logo.png - mynd

Laust starf

19. mar. 2025
...prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
Neskirkja í Reykjavík

Laust starf

18. mar. 2025
...prests við Neskirkju í Reykjavík
Kristín Waage, Kristján Valur, Kristján Búason og Margrét Bóasdóttir

Tvöfalt afmæli á hjúkrunarheimilinu Grund

17. mar. 2025
...kapellan á Grund 70 ára