Ísland formlega tekið inn í samband mótmælendakirkna í Evrópu

27. ágúst 2024

Ísland formlega tekið inn í samband mótmælendakirkna í Evrópu

Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti og sr. Grétar Halldór Gunnarsson prestur við Kópavogskirkju og formaður samstarfsnefndar kristinna trúfélaga á Íslandi eru nú viðstaddir 9. þing Sambands mótmælandakirkna í Evrópu sem fer fram í Sibiu, Rúmeníu.

Þing þetta er aðeins haldið á 6 ára fresti, og er þetta í fyrsta skipti sem þing fer fram eftir að samþykkt var að þjóðkirkjan á Íslandi yrði meðlimur.

Verður þjóðkirkjan formlega boðin velkomin í upphafsathöfn þingsins nú í dag, þriðjudaginn 27. ágúst 2024.

Var það ekki síst að frumkvæði sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar, fyrrum vígslubiskups í Skálholti að þetta varð að veruleika.

Kirkjuþing og prestastefna samþykktu í kjölfar athugunar að sótt væri um aðild.

Og nú í dag fylgir núverandi vígslubiskup sr. Kristján Björnsson því eftir ásamt sr. Grétari Halldóri, þegar þjóðkirkjan er boðin sérstaklega velkomin við upphafsathöfn þingsins.

Þetta samband mótmælandakirkna (CPCE) byggir á Leuenberg samþykktinni svokölluðu frá árinu 1973.

Sú samþykkt finnur sameiginlegan flöt í trúfræðilegum efnum og opnar formlega samfélag á milli kirknanna, bæði hvað varðar altarisgöngu og prédikun.

Samband mótmælendakirkna heldur áfram að hittast í gegnum fulltrúa kirknanna og ræða guðfræðilegar spurningar og fjölbreyttar áskoranir kirkna í samtímanum.

Að sögn sr. Grétars Halldórs þá er þessi vettvangur, CPCE mikilvægur til að skapa einingarvitund meðal kirknanna, hjálpa þeim að hugsa sig í gegnum sameiginlegar áskoranir, uppörvast, og hafa augun á öllu því sem skiptir mestu máli.


slg



Myndir með frétt

  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Vígslubiskup

  • Alþjóðastarf

logo.png - mynd

Laust starf

19. mar. 2025
...prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
Neskirkja í Reykjavík

Laust starf

18. mar. 2025
...prests við Neskirkju í Reykjavík
Kristín Waage, Kristján Valur, Kristján Búason og Margrét Bóasdóttir

Tvöfalt afmæli á hjúkrunarheimilinu Grund

17. mar. 2025
...kapellan á Grund 70 ára