Ísland formlega tekið inn í samband mótmælendakirkna í Evrópu

27. ágúst 2024

Ísland formlega tekið inn í samband mótmælendakirkna í Evrópu

Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti og sr. Grétar Halldór Gunnarsson prestur við Kópavogskirkju og formaður samstarfsnefndar kristinna trúfélaga á Íslandi eru nú viðstaddir 9. þing Sambands mótmælandakirkna í Evrópu sem fer fram í Sibiu, Rúmeníu.

Þing þetta er aðeins haldið á 6 ára fresti, og er þetta í fyrsta skipti sem þing fer fram eftir að samþykkt var að þjóðkirkjan á Íslandi yrði meðlimur.

Verður þjóðkirkjan formlega boðin velkomin í upphafsathöfn þingsins nú í dag, þriðjudaginn 27. ágúst 2024.

Var það ekki síst að frumkvæði sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar, fyrrum vígslubiskups í Skálholti að þetta varð að veruleika.

Kirkjuþing og prestastefna samþykktu í kjölfar athugunar að sótt væri um aðild.

Og nú í dag fylgir núverandi vígslubiskup sr. Kristján Björnsson því eftir ásamt sr. Grétari Halldóri, þegar þjóðkirkjan er boðin sérstaklega velkomin við upphafsathöfn þingsins.

Þetta samband mótmælandakirkna (CPCE) byggir á Leuenberg samþykktinni svokölluðu frá árinu 1973.

Sú samþykkt finnur sameiginlegan flöt í trúfræðilegum efnum og opnar formlega samfélag á milli kirknanna, bæði hvað varðar altarisgöngu og prédikun.

Samband mótmælendakirkna heldur áfram að hittast í gegnum fulltrúa kirknanna og ræða guðfræðilegar spurningar og fjölbreyttar áskoranir kirkna í samtímanum.

Að sögn sr. Grétars Halldórs þá er þessi vettvangur, CPCE mikilvægur til að skapa einingarvitund meðal kirknanna, hjálpa þeim að hugsa sig í gegnum sameiginlegar áskoranir, uppörvast, og hafa augun á öllu því sem skiptir mestu máli.


slg



Myndir með frétt

  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Vígslubiskup

  • Alþjóðastarf

Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju
Prestarnir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Toshiki Toma ásamt Olgu Khodos

Manneskjan er flóknasti og fallegasti leyndardómur tilverunnar.

20. nóv. 2024
...segir Olga Khodos sálfræðingur frá Úkraínu
Grensáskirkja gnæfir yfir byggðina

Jólaaðstoð Hjálparstarfsins kynnt

20. nóv. 2024
...hjá Vinum Hjálparstarfsins