Eldri borgarar, umhverfismál og ný guðfræði

28. ágúst 2024

Eldri borgarar, umhverfismál og ný guðfræði

Sr. Axel og sr. Elínborg ræddu umhverfismál

Kirkjudagar í Lindakirkju hófust kl. 17:30 í gær, þriðjudag með helgistund sem Anna Elísabet Gestsdóttir djákni og svæðisstjóri æskulýðsmála fyrir Kjalarness og Reykjavíkurprófastsdæmin sá um.

 

Kl. 18:00 hófust málstofurnar og í kirkjunni var málstofa um eldriborgarastarf og friðarstarf.

Sýnt var viðtal við Valgerði Gísladóttur um upphaf og þróun Eldriborgararáðs og Þorgils Hlynur Þorbergsson, guðfræðingur, kynnti samantekt umræðu Eldriborgararáðs um samband friðar og velsældar.

Sr. Bára Friðriksdóttir sá um þessa málstofu.

 

Á sama tíma var málstofa sem sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir og sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir prestar í Laugardalsprestakalli sáu um.

Ræddu þær um rúmlega áratugs tilraunir og þróun messuforms í Langholtskirkju.

 

Í kennslustofunni var erindi á skjá sem nefnt var Lennox and Lewis.

Fór það fram á ensku og var um trúvörn í óvinveittum heimi.

Kynntar voru bækur og verk C. S. Lewis og John Lennox.


Kl. 19:00 var málstofa í kirkjunni sem bar yfirskriftina:

Prestvígsla kvenna í 50 ár

Félag prestvígðra kvenna stóð fyrir þessari málstofu í tengslum við það að liðin eru 50 ár frá því fyrsta konan á Íslandi hlaut prestvígslu.

Formaður félagsins sr. Ólöf Margrét Snorradóttir sá um þessa málstofu.

Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir fluttu erindi í málstofunni.

 

Á sama tíma var í safnaðarheimilinu málstofa um Alfa námskeiðin.

Einar Sigurbergur Arason sá um þessa málstofu.

 

Á sama tíma var málstofa í kennslustofunni sem bar yfirskriftina:

Helgunarleið kirkjuársins – köllun til ábyrgðar.

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson ræddi um ritningartexta, sem lesnir eru upp í kristnum guðsþjónustum um heim allan


Kl. 20:00 var málstofa í kirkjunni í umsjá sr. Gunnars Jóhannessonar og sr. Arnar Bárðar Jónssonar um hvort trú Íslendinga á persónulegan Guð  fari dvínandi.

Töluðu þeir um efnið í ljósi könnunar á trú Íslendinga sem Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði, lét framkvæma.


Á sama tíma voru sr. Elínborg Sturludóttir og sr. Axel Árnason með málstofu sem bar yfirskriftina:

Mörkuð umhvefisstefna og umhverfisstarf þjóðkirkjunnar

Ræddu þau um hvað kirkjan getur lagt til í umhverfismálum gagnvart þeirri loftlagsvá sem ógnar lífríki og vistkerfi jarðar?

Sr. Elínborg ræddi um pílagrímagöngur sem eina leið í þeim efnum.


Í kennslustofunni var málstofan:

Líðan fólks sem býr við náttúruvá.

Unnur Blær A. Bartsch, MA í landafræði fjallaði um rannsókn um tengsl upplýsingamiðlunar og öryggistilfinningar fólks sem býr við skriðuhættusvæði.

Myndirnar hér fyrir neðan eru af fyrirlesurunum.


slg


Myndir með frétt

  • Eldri borgarar

  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Lútherska heimssambandið

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Umhverfismál og kirkja

  • Biblían

Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju
Prestarnir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Toshiki Toma ásamt Olgu Khodos

Manneskjan er flóknasti og fallegasti leyndardómur tilverunnar.

20. nóv. 2024
...segir Olga Khodos sálfræðingur frá Úkraínu
Grensáskirkja gnæfir yfir byggðina

Jólaaðstoð Hjálparstarfsins kynnt

20. nóv. 2024
...hjá Vinum Hjálparstarfsins