Málstofur Kirkjudaga í dag

28. ágúst 2024

Málstofur Kirkjudaga í dag

Kirkjudagar þjóðkirkjunnar halda áfram í Lindakirkju í dag, en það sem af er hafa þeir verið mjög vel sóttir.

Forysta kirkjunnar, hjálparstarf, náttúruleg safnaðaruppbygging og fjölbreytileikinn verða á dagskrá í dag og kvöld.

Dagskráin hefst með helgistund kl. 17:30.

Sr. Guðbjörg Arnardóttir og Edit A. Molnár, organisti, og félagar úr Kirkjukór Selfosskirkju sjá um helgistundina.

 

Klukkan 18:00 hefjast málstofurnar og verða erindi og umræður í þrem fundarrýmum kirkjunni, safnaðarheimilinu og kennslustofunni.

Fyrsta málstofan ber yfirskriftina:

Forysta og kirkjan – guðfræðingar ræða forystu

Málstofustjóri er sr. Arna Grétarsdóttir.

Dr. Sigurvin Lárus Jónsson flytur erindi sem hann nefnir:

Umbreytandi forysta í fornöld: Cicero, Páll og Seneca

Þá verður dr. Skúli S. Ólafsson með erindið:

Hverju á kirkjustjórnin að stjórna?

Boðleiðir og skipurit sjálfstæðrar Þjóðkirkju


Þá verður málstofa um hjálparstarf kirkjunnar erlendis.

Spurt er: Dugar að láta hjartað ráða för?

Kristín Ólafsdóttir, verkefnastjóri, og Bjarni Gíslason, framkvæmdarstjóri Hjálparstarfs kirkjunnar sjá um þessa málstofu.

Syngjandi kirkja í Langholtshverfi

Halldóra Eyjólfsdóttir, sjúkraþjálfari og söngvari, Ágústa Jónsdóttir, tónmenntakennari og kórsöngvari og Finnur Ágúst Ingimundarson, íslenskufræðingur og kórsöngvari sjá um þessa málstofu.


Kl. 19:00 verða erindi og umræður í þrem fundarrýmum eins og fyrr, í kirkjunni, safnaðarheimilinu og kennslustofunni.

Forysta og kirkja – Þjónandi forysta

Málstofustjóri verður dr. Skúli S. Ólafsson.

Dr. Sigrún Gunnarsdóttir flytur erindi sem hún nefnir:

Á hverju byggir þjónandi forysta?

Þá flytur sr. Arna Grétarsdóttir erindið:

Viðhorf presta þjóðkirkjunnar til þjónandi forystu og Pétur Markan flytur erindi sem hann nefnir:

Þjóðkirkjan og stjórnmálin – samferða að friðsælli veröld.

Þá verður málstofa sem ber yfirskriftina:

Hjálparstarf kirkjunnar á Íslandi. Dugar að láta hjartað ráða för?

Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi, Rósa Björg Brynjarsdóttir, umsjónarkona og Svavar Hávarðsson, fræðslu og upplýsingarfulltrúi flytja erindi.

 

Kl. 20:00 verða erindi og umræður í þrem fundarrýmum.

Forysta og kirkjan

Málstofustjóri verður dr. Sigrún Gunnarsdóttir.

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sr. Eva Björk Valdimarsdóttir og Heimir Hannesson verða með Samtal um framtíðarsýn.

Á sama tíma verður málstofan:

Trúarleg skynjun og náttúruleg safnaðaruppbygging.

Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson og dr. Ásdís Emilsdóttir Petersen flytja erindi og málstofustjóri verður dr. Ásdís Emilsdóttir Petersen.

Þriðja málstofan nefnist:

Þjónusta kirkjunnar í fjölbreytileikanum.

Sr. Sigrún Óskarsdóttir, sr. Kristín Pálsdóttir og sr. Guðný Hallgrímsdóttir sjá um þessa málstofu.


Dagskrá dagsins í dag lýkur með helgistund kl. 21:00 sem sr. Dagur Fannar Magnússon sér um.

Kl. 21:30 verður kvöldvaka að hætti Kristilegs Stúdentafélags (KSF).

Félagar úr Kristilegu stúdentafélagi sjá um þessa kvöldvöku þar sem gestum verður boðið upp á tónlistaratriði, samsöng, skemmtiatriði og hugvekju.

 

slg


  • Guðfræði

  • Hjálparstarf

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Trúin

  • Umhverfismál og kirkja

  • Fræðsla

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju