Málstofur Kirkjudaga í dag

28. ágúst 2024

Málstofur Kirkjudaga í dag

Kirkjudagar þjóðkirkjunnar halda áfram í Lindakirkju í dag, en það sem af er hafa þeir verið mjög vel sóttir.

Forysta kirkjunnar, hjálparstarf, náttúruleg safnaðaruppbygging og fjölbreytileikinn verða á dagskrá í dag og kvöld.

Dagskráin hefst með helgistund kl. 17:30.

Sr. Guðbjörg Arnardóttir og Edit A. Molnár, organisti, og félagar úr Kirkjukór Selfosskirkju sjá um helgistundina.

 

Klukkan 18:00 hefjast málstofurnar og verða erindi og umræður í þrem fundarrýmum kirkjunni, safnaðarheimilinu og kennslustofunni.

Fyrsta málstofan ber yfirskriftina:

Forysta og kirkjan – guðfræðingar ræða forystu

Málstofustjóri er sr. Arna Grétarsdóttir.

Dr. Sigurvin Lárus Jónsson flytur erindi sem hann nefnir:

Umbreytandi forysta í fornöld: Cicero, Páll og Seneca

Þá verður dr. Skúli S. Ólafsson með erindið:

Hverju á kirkjustjórnin að stjórna?

Boðleiðir og skipurit sjálfstæðrar Þjóðkirkju


Þá verður málstofa um hjálparstarf kirkjunnar erlendis.

Spurt er: Dugar að láta hjartað ráða för?

Kristín Ólafsdóttir, verkefnastjóri, og Bjarni Gíslason, framkvæmdarstjóri Hjálparstarfs kirkjunnar sjá um þessa málstofu.

Syngjandi kirkja í Langholtshverfi

Halldóra Eyjólfsdóttir, sjúkraþjálfari og söngvari, Ágústa Jónsdóttir, tónmenntakennari og kórsöngvari og Finnur Ágúst Ingimundarson, íslenskufræðingur og kórsöngvari sjá um þessa málstofu.


Kl. 19:00 verða erindi og umræður í þrem fundarrýmum eins og fyrr, í kirkjunni, safnaðarheimilinu og kennslustofunni.

Forysta og kirkja – Þjónandi forysta

Málstofustjóri verður dr. Skúli S. Ólafsson.

Dr. Sigrún Gunnarsdóttir flytur erindi sem hún nefnir:

Á hverju byggir þjónandi forysta?

Þá flytur sr. Arna Grétarsdóttir erindið:

Viðhorf presta þjóðkirkjunnar til þjónandi forystu og Pétur Markan flytur erindi sem hann nefnir:

Þjóðkirkjan og stjórnmálin – samferða að friðsælli veröld.

Þá verður málstofa sem ber yfirskriftina:

Hjálparstarf kirkjunnar á Íslandi. Dugar að láta hjartað ráða för?

Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi, Rósa Björg Brynjarsdóttir, umsjónarkona og Svavar Hávarðsson, fræðslu og upplýsingarfulltrúi flytja erindi.

 

Kl. 20:00 verða erindi og umræður í þrem fundarrýmum.

Forysta og kirkjan

Málstofustjóri verður dr. Sigrún Gunnarsdóttir.

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sr. Eva Björk Valdimarsdóttir og Heimir Hannesson verða með Samtal um framtíðarsýn.

Á sama tíma verður málstofan:

Trúarleg skynjun og náttúruleg safnaðaruppbygging.

Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson og dr. Ásdís Emilsdóttir Petersen flytja erindi og málstofustjóri verður dr. Ásdís Emilsdóttir Petersen.

Þriðja málstofan nefnist:

Þjónusta kirkjunnar í fjölbreytileikanum.

Sr. Sigrún Óskarsdóttir, sr. Kristín Pálsdóttir og sr. Guðný Hallgrímsdóttir sjá um þessa málstofu.


Dagskrá dagsins í dag lýkur með helgistund kl. 21:00 sem sr. Dagur Fannar Magnússon sér um.

Kl. 21:30 verður kvöldvaka að hætti Kristilegs Stúdentafélags (KSF).

Félagar úr Kristilegu stúdentafélagi sjá um þessa kvöldvöku þar sem gestum verður boðið upp á tónlistaratriði, samsöng, skemmtiatriði og hugvekju.

 

slg


  • Guðfræði

  • Hjálparstarf

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Trúin

  • Umhverfismál og kirkja

  • Fræðsla

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi