Alþingismenn ræddu kirkju og stjórnmál

29. ágúst 2024

Alþingismenn ræddu kirkju og stjórnmál

Alþingismenn og biskupar

Alþingismennirnir Ágúst Bjarni Garðarsson frá Framsóknarflokki, Orri Páll Jóhannsson frá Vinstri grænum, Þórunn Sveinbjarnardóttir frá Samfylkingunni, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir frá Viðreisn og Diljá Mist Einarsdóttir frá Sjálfstæðisflokknum komu á Kirkjudaga í Lindakirkju í gær miðvikudaginn 28. ágúst.

Sátu þau í panel og svöruðu spurningum sem málstofustjórinn Pétur Markan bæjarstjóri í Hveragerði og fyrrum biskupsritari lagði fyrir þau um sýn þeirra á kirkjuna.

Ágúst Bjarni talaði um að kirkjan þjónaði mikilvægu hlutverki í samfélaginu og ræddi þá sérstaklega um velferðarhlutverkið.

Orri Páll Jóhannsson sagði að ekki væri mikil umræða innan hreyfingarinnar um trúmál og kirkju.

Það var hans mat að mikilvægi kirkjunnar og annarra trúfélaga væri mikið í samfélaginu.

Taldi hann kirkjuna hvorki veika né sterka, en hún væri mjög mikilvæg.

Þórunn ræddi um styrkleika og veikleika kirkjunnar.

Hún kallaði eftir samtali milli trúarbragðanna og sagði að koma þurfi í veg fyrir skautun.

Þorgerður Katrín sagðist hafa notið mannauðs kirkjunnar.

Hún sagði að þrátt fyrir gríðarlegar breytingar í samfélaginu, þá er langstærsti hluti þjóðarinnar í kristnum trúfélögum, þjóðkirkjan sé stærst og næst á eftir henni er kaþólska kirkjan sem hún tilheyrir.

Sagði hún að stjórnmálamenn yrðu að gera sér grein fyrir því að þeir starfi í þessu umhverfi.

Auk þess sagði hún að við þurfum á sterkri þjóðkirkju að halda í öllum þeim öru samfélagsbreytingum sem við erum að upplifa.

Sagði hún að kirkjan bæti líf fólks.

Hún bætti við að afstaða biskups Íslands í uppgjöri gagnvart hinsegin fólki hafi verið mikilvæg.

Diljá Mist sagði að hvergi væri betra að vera en í kirkju.

Hóf hún daginn á samtali í Seltjarnarneskirkju og lauk honum í Lindakirkju á Kirkjudögum.

Lagði hún áherslu á að þjóðkirkjan er stjórnarskrárvarin og samfélagið má ekki gleyma því.

Minnti hún á að Reykjavíkurborg hefur vegið að þessu.

Hún sagði að það væri mikilvægur mannauður í kirkjunni og hefur hún fulla trú á því að kirkjan haldi áfram að vaxa og eigi að vera í sókn.

Hún sagði að kirkjan þyrfti að stíga varlega til jarðar varðandi pólitík.

Þessari samveru lauk með því að alþingismennirnir stilltu sér upp til myndatöku með fráfarandi og nýkjörnum biskupi Íslands.

 

slg


  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Biskup

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar