Flóttafólk, Palestína og kristniboð á Kirkjudögum

29. ágúst 2024

Flóttafólk, Palestína og kristniboð á Kirkjudögum

Sr. Sally Azar

Kirkjudagar þjóðkirkjunnar halda áfram í dag.

Dagskráin hefst kl. 17:30 með helgistund í umsjón alþjóða safnaðarins.

Það verða þeir sr. Toshiki Toma, sr. Pétur Ragnhildarson og Örn Magnússon, organisti sem sjá um stundina.

Kl. 18:00 hefst fyrirlesturinn:

Að lifa við stríð

Sr. Sally Azar, palestínskur prestur lúthersku kirkjunnar í Jerúsalem flytur erindið, sem fram fer á ensku.

 

Á sama tíma segir sr. Guðlaugur Gunnarsson, kristniboði og kerfisfræðingur frá 70 ára sögu kröftugrar kirkju í Konsó.


Kl. 19:00 er málstofa sem ber yfirskriftina:

Lútherska heimssambandið sem friðflytjandi

Sivin Kit, verkefnastjóri guðfræði, boðunar og réttlætis hjá Lútherska heimssambandinu flytur erindið, sem fram fer á ensku.

 

Á sama tíma flytur sr. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍK erindi sem hann kallar: Kristniboð sem friðarstarf

 

Kl. 20:00 er málstofa sem nefnd hefur verið:

Ofsóknir – andhverfa friðarins

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir verkefnastjóri og sr. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins sjá um þessa málstofu.

 

Á sama tíma flytur sr. Heiðrún H Bjarnadóttir Beck erindi sem hún nefnir:

Fólk á flótta?

Sr. Heiðrún Helga situr í framkvæmdanefnd kirkjunnar um málefni innflytjenda og flóttafólks.

 

Kl. 21:00 verður helgistund með altarisgöngu.

Sr. Sally Azar, prestur Church of the Redeemer í Jerúsalem, þjónar við stundina.

 

Kl. 21:30 verður Biblíukviss.

Prestarnir sr. Pétur Ragnhildarson og sr. Sigurður Már Hannesson bjóða upp á biblíuspurningakeppni á léttu nótunum í pöbbkviss stíl.

 

slg

  • Biblían

  • Heimsókn

  • Hjálparstarf

  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi