Flóttafólk, Palestína og kristniboð á Kirkjudögum

29. ágúst 2024

Flóttafólk, Palestína og kristniboð á Kirkjudögum

Sr. Sally Azar

Kirkjudagar þjóðkirkjunnar halda áfram í dag.

Dagskráin hefst kl. 17:30 með helgistund í umsjón alþjóða safnaðarins.

Það verða þeir sr. Toshiki Toma, sr. Pétur Ragnhildarson og Örn Magnússon, organisti sem sjá um stundina.

Kl. 18:00 hefst fyrirlesturinn:

Að lifa við stríð

Sr. Sally Azar, palestínskur prestur lúthersku kirkjunnar í Jerúsalem flytur erindið, sem fram fer á ensku.

 

Á sama tíma segir sr. Guðlaugur Gunnarsson, kristniboði og kerfisfræðingur frá 70 ára sögu kröftugrar kirkju í Konsó.


Kl. 19:00 er málstofa sem ber yfirskriftina:

Lútherska heimssambandið sem friðflytjandi

Sivin Kit, verkefnastjóri guðfræði, boðunar og réttlætis hjá Lútherska heimssambandinu flytur erindið, sem fram fer á ensku.

 

Á sama tíma flytur sr. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍK erindi sem hann kallar: Kristniboð sem friðarstarf

 

Kl. 20:00 er málstofa sem nefnd hefur verið:

Ofsóknir – andhverfa friðarins

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir verkefnastjóri og sr. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins sjá um þessa málstofu.

 

Á sama tíma flytur sr. Heiðrún H Bjarnadóttir Beck erindi sem hún nefnir:

Fólk á flótta?

Sr. Heiðrún Helga situr í framkvæmdanefnd kirkjunnar um málefni innflytjenda og flóttafólks.

 

Kl. 21:00 verður helgistund með altarisgöngu.

Sr. Sally Azar, prestur Church of the Redeemer í Jerúsalem, þjónar við stundina.

 

Kl. 21:30 verður Biblíukviss.

Prestarnir sr. Pétur Ragnhildarson og sr. Sigurður Már Hannesson bjóða upp á biblíuspurningakeppni á léttu nótunum í pöbbkviss stíl.

 

slg

  • Biblían

  • Heimsókn

  • Hjálparstarf

  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju