Friður og fjör á Kirkjudögum

30. ágúst 2024

Friður og fjör á Kirkjudögum

Regína Ósk og Svenni sjá um sunnudagaskólann

Gleði gleði gleði!

Fjölskylduhátíð Kirkjudaga er á morgun, laugardag og fjölmörg spennandi atriði verða á dagskrá.

Íslenska veðrið er að hrekkja okkur og við færum því útidagskrána inn í safnaðarsalinn, en því miður getum við ekki verið með hoppukastala.

Við látum þetta ekki stoppa okkur í gleðinni.

Húsið verður iðandi af fjöri og við getum ekki beðið eftir að sjá ykkur á laugardaginn.

Allar upplýsingar um fjölskylduhátíðina eru hér.


Dagskráin hefst kl. 9:30 með helgistund, sem frú Agnes M. Sigðurðardóttir, biskup Íslands, sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir og sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir sjá um.

Sándor Kerekes er organisti og kór Egilsstaðakirkju syngur.

Kl. 10:00 verður dagskrá sem nefnist Sælir eru friðflytjendur - af hverju?

Umfjöllun og umræður um þema Kirkjudaga, hvað er friðflytjandi og hvað er friður?

 

Fjölskyldudagskrá:

Kl. 11:00 hefst fjölskyldudagskrá með hátíðarsunnudagaskóla.

Regína Ósk og Svenni sjá um stundina.

Regina Ósk syngur lagið Í öllum litum regnbogans.

Kl. 11:30 syngja barnakórar og kl. 12:00 er dagskrá sem nefnd er:

Hefur þú farið á mót?

Í barna- og unglingastarfi er oft farið í ferðalög og haldin skemmtileg æskulýðsmót.

Hér fá áhorfendur innsýn inn í þá stemningu sem gjarnan ríkir á slíkum stundum.

Hljómsveitin Lærisveinar Hans leikur.

Friðrik Ómar mun flytja splunkunýtt lag Færum öllum frið sem samið er í anda kirkjudaga.

Tvíeykið VÆB mun einnig skemmta.


Kl. 12:30 Uppáhaldssálmurinn minn.

Guðrún Árný Karlsdóttir syngur uppáhaldssálminn sinn.

Kl. 12:45 verður U2 messa.

Kór Keflavíkurkirkju flytur U2 messu og syngur lög hljómsveitarinnar U2 með íslenskum texta í þýðingu kórmeðlima.

Arnór Vilbergsson hefur útsett lögin og sér um stjórnun og undirleik.

Kórinn hefur flutt U2 messu bæði hérlendis og erlendis við góðan orðstír.

 

Kl. 13:15 Uppáhaldssálmurinn minn

Regína Ósk Óskarsdóttir og Diljá Pétursdóttir syngja uppáhaldssálmana sína.

 

Kl. 13:30 Kór Lindakirkju flytur lög eftir kórfélaga og stjórnanda kórsins.

 

Kl. 14:00 Uppáhaldssálmurinn minn

Gissur Páll Gissurarson og María Rut Baldursdóttir syngja uppáhaldssálmana sína.

 

Kl. 14:20 Kammerkór Áskirkju.

 

Kl. 14:40 Kaffistund / friðflytjendamyndbönd.

 

Kl. 15:00 Hlutverk og staða kirkjunnar á ófriðartímum.

Biskupar Norðurlandanna fjalla um áskoranir í starfi og boðun kirkjunnar í heimi þar sem ríkir stríð, átök og ófriður.

Hvað geta kirkjur á Norðurlöndum lagt til og hvert ert er hlutverk friðflytjenda í þessum aðstæðum?

Kl. 16:00 verður hátíðarhelgistund

Frú Agnes M. Sigurðardóttir og sr. Jóhanna Gísladóttir leiða stundina.

Guðný Einarsdóttir söngmálastjóri þjóðkirkjunnar stjórnar Kirkjukórnum við undirleik Sveins Arnar Sæmundssonar.


Í safnaðarheimilinu verður eftirfarandi dagskrá:

Kl. 10:00-11:00 Hvað virkar og hvað ekki í helgihaldi?

Hvernig á helgihald að vera til að það skapi einingu, samfélag og nánd hjá þeim sem sækja það?

Á vinnustofunni munu þátttakendur rýna í helgistund morgunsins, greina hvað það er sem fólki fannst ganga vel og síður vel í helgihaldinu og ræða úrbætur.

Niðurstöðurnar verða nýttar áfram í vinnu handbókarnefndar og með því að taka þátt í vinnustofunni gefst fólki kostur á að hafa áhrif á vinnu við nýja handbók í helgihaldi.

Umsjón hafa sr. Þorgeir Arason, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Aldís Rut Gísladóttir.

 

Kl. 11:00 verður útgáfufögnuður vegna hljóðbókar Biblíunnar.

Biblíufélgagið heldur útgáfufögnuð vegna útgáfu hljóðbókar Biblíunnar án apókrýfu bókanna.

Þar verður útgáfan kynnt og tækifæri gefst til að hlusta á og læra um hljóðbókina.

Það væri gaman að sem flestir Biblíuvinir gætu komið og fagnað þessum mikilvæga áfanga með okkur. 

 

Kl. 11:30 Upplestur úr Jónasi

Í tilefni hljóðbókarútgáfu á Biblíufélagsins á Biblíunni, verða kaflar lesnir úr Jónasi.

 

Kl. 12:00 Bókakynningar



Kl. 12:30 hefst barnadagskrá í safnaðarheimlinu.

Kl. 12.30 Jón Víðis töframaður

Kl. 13:00 Íris Rós

Kl. 13:15 Jörgen Nilson, leikjameistari

Kl. 14:40 Dóra og döðlurnar

Kl. 15:00 Jörgen Nilson, leikjameistari

Kl. 15:30 Krossfit


Í kennslustofunni verður eftirfarandi dagskrá:

Kl. 10:00 Galdraofsóknir fyrr og nú!

Sr. Magnús Erlingsson ræðir um þetta málefni.

 

Kl. 11:00 Sálmaskáld spjalla um tónlist og trú.

Sr. Arna Grétarsdóttir sér um að leiða spjallið.

 

Kl. 12:00 Í þjónustu við lífið.

Dr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir og sr. Sveinbjörg Katrín Pálsdóttir, sjúkrahúsprestar ræða um þjónustuna á sjúkráhúsunum.

Kl. 13:00 Hópastarf um aðalatriði helgisiðanna.

Dagskráin er á vegum handbókarnefndar.


Kl. 14:00 Hinar mörgu myndir Hallgríms - Maðurinn, ljóðin og leikirnir.

Sr. Eiríkur Jóhannsson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir ræða um sr. Hallgrím.


Kl. 15:00 Eru kirkjugarðar nauðsynlegir?

Guðmundur Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri kirkjugarðaráðs leitast við að svara þeirri spurningu.

 

Völundarhús í kapellu verður kl. 12:00-16:00.

Kynningarbásar verða opnir frá kl. 11:00-16:00

Kaffihús er opið í safnaðarheimilinu frá kl. 10:00-16:00

 

slg


  • Barnastarf

  • Biblían

  • Biskup

  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju
Prestarnir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Toshiki Toma ásamt Olgu Khodos

Manneskjan er flóknasti og fallegasti leyndardómur tilverunnar.

20. nóv. 2024
...segir Olga Khodos sálfræðingur frá Úkraínu
Grensáskirkja gnæfir yfir byggðina

Jólaaðstoð Hjálparstarfsins kynnt

20. nóv. 2024
...hjá Vinum Hjálparstarfsins