Friður og fjör á Kirkjudögum

30. ágúst 2024

Friður og fjör á Kirkjudögum

Regína Ósk og Svenni sjá um sunnudagaskólann

Gleði gleði gleði!

Fjölskylduhátíð Kirkjudaga er á morgun, laugardag og fjölmörg spennandi atriði verða á dagskrá.

Íslenska veðrið er að hrekkja okkur og við færum því útidagskrána inn í safnaðarsalinn, en því miður getum við ekki verið með hoppukastala.

Við látum þetta ekki stoppa okkur í gleðinni.

Húsið verður iðandi af fjöri og við getum ekki beðið eftir að sjá ykkur á laugardaginn.

Allar upplýsingar um fjölskylduhátíðina eru hér.


Dagskráin hefst kl. 9:30 með helgistund, sem frú Agnes M. Sigðurðardóttir, biskup Íslands, sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir og sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir sjá um.

Sándor Kerekes er organisti og kór Egilsstaðakirkju syngur.

Kl. 10:00 verður dagskrá sem nefnist Sælir eru friðflytjendur - af hverju?

Umfjöllun og umræður um þema Kirkjudaga, hvað er friðflytjandi og hvað er friður?

 

Fjölskyldudagskrá:

Kl. 11:00 hefst fjölskyldudagskrá með hátíðarsunnudagaskóla.

Regína Ósk og Svenni sjá um stundina.

Regina Ósk syngur lagið Í öllum litum regnbogans.

Kl. 11:30 syngja barnakórar og kl. 12:00 er dagskrá sem nefnd er:

Hefur þú farið á mót?

Í barna- og unglingastarfi er oft farið í ferðalög og haldin skemmtileg æskulýðsmót.

Hér fá áhorfendur innsýn inn í þá stemningu sem gjarnan ríkir á slíkum stundum.

Hljómsveitin Lærisveinar Hans leikur.

Friðrik Ómar mun flytja splunkunýtt lag Færum öllum frið sem samið er í anda kirkjudaga.

Tvíeykið VÆB mun einnig skemmta.


Kl. 12:30 Uppáhaldssálmurinn minn.

Guðrún Árný Karlsdóttir syngur uppáhaldssálminn sinn.

Kl. 12:45 verður U2 messa.

Kór Keflavíkurkirkju flytur U2 messu og syngur lög hljómsveitarinnar U2 með íslenskum texta í þýðingu kórmeðlima.

Arnór Vilbergsson hefur útsett lögin og sér um stjórnun og undirleik.

Kórinn hefur flutt U2 messu bæði hérlendis og erlendis við góðan orðstír.

 

Kl. 13:15 Uppáhaldssálmurinn minn

Regína Ósk Óskarsdóttir og Diljá Pétursdóttir syngja uppáhaldssálmana sína.

 

Kl. 13:30 Kór Lindakirkju flytur lög eftir kórfélaga og stjórnanda kórsins.

 

Kl. 14:00 Uppáhaldssálmurinn minn

Gissur Páll Gissurarson og María Rut Baldursdóttir syngja uppáhaldssálmana sína.

 

Kl. 14:20 Kammerkór Áskirkju.

 

Kl. 14:40 Kaffistund / friðflytjendamyndbönd.

 

Kl. 15:00 Hlutverk og staða kirkjunnar á ófriðartímum.

Biskupar Norðurlandanna fjalla um áskoranir í starfi og boðun kirkjunnar í heimi þar sem ríkir stríð, átök og ófriður.

Hvað geta kirkjur á Norðurlöndum lagt til og hvert ert er hlutverk friðflytjenda í þessum aðstæðum?

Kl. 16:00 verður hátíðarhelgistund

Frú Agnes M. Sigurðardóttir og sr. Jóhanna Gísladóttir leiða stundina.

Guðný Einarsdóttir söngmálastjóri þjóðkirkjunnar stjórnar Kirkjukórnum við undirleik Sveins Arnar Sæmundssonar.


Í safnaðarheimilinu verður eftirfarandi dagskrá:

Kl. 10:00-11:00 Hvað virkar og hvað ekki í helgihaldi?

Hvernig á helgihald að vera til að það skapi einingu, samfélag og nánd hjá þeim sem sækja það?

Á vinnustofunni munu þátttakendur rýna í helgistund morgunsins, greina hvað það er sem fólki fannst ganga vel og síður vel í helgihaldinu og ræða úrbætur.

Niðurstöðurnar verða nýttar áfram í vinnu handbókarnefndar og með því að taka þátt í vinnustofunni gefst fólki kostur á að hafa áhrif á vinnu við nýja handbók í helgihaldi.

Umsjón hafa sr. Þorgeir Arason, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Aldís Rut Gísladóttir.

 

Kl. 11:00 verður útgáfufögnuður vegna hljóðbókar Biblíunnar.

Biblíufélgagið heldur útgáfufögnuð vegna útgáfu hljóðbókar Biblíunnar án apókrýfu bókanna.

Þar verður útgáfan kynnt og tækifæri gefst til að hlusta á og læra um hljóðbókina.

Það væri gaman að sem flestir Biblíuvinir gætu komið og fagnað þessum mikilvæga áfanga með okkur. 

 

Kl. 11:30 Upplestur úr Jónasi

Í tilefni hljóðbókarútgáfu á Biblíufélagsins á Biblíunni, verða kaflar lesnir úr Jónasi.

 

Kl. 12:00 Bókakynningar



Kl. 12:30 hefst barnadagskrá í safnaðarheimlinu.

Kl. 12.30 Jón Víðis töframaður

Kl. 13:00 Íris Rós

Kl. 13:15 Jörgen Nilson, leikjameistari

Kl. 14:40 Dóra og döðlurnar

Kl. 15:00 Jörgen Nilson, leikjameistari

Kl. 15:30 Krossfit


Í kennslustofunni verður eftirfarandi dagskrá:

Kl. 10:00 Galdraofsóknir fyrr og nú!

Sr. Magnús Erlingsson ræðir um þetta málefni.

 

Kl. 11:00 Sálmaskáld spjalla um tónlist og trú.

Sr. Arna Grétarsdóttir sér um að leiða spjallið.

 

Kl. 12:00 Í þjónustu við lífið.

Dr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir og sr. Sveinbjörg Katrín Pálsdóttir, sjúkrahúsprestar ræða um þjónustuna á sjúkráhúsunum.

Kl. 13:00 Hópastarf um aðalatriði helgisiðanna.

Dagskráin er á vegum handbókarnefndar.


Kl. 14:00 Hinar mörgu myndir Hallgríms - Maðurinn, ljóðin og leikirnir.

Sr. Eiríkur Jóhannsson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir ræða um sr. Hallgrím.


Kl. 15:00 Eru kirkjugarðar nauðsynlegir?

Guðmundur Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri kirkjugarðaráðs leitast við að svara þeirri spurningu.

 

Völundarhús í kapellu verður kl. 12:00-16:00.

Kynningarbásar verða opnir frá kl. 11:00-16:00

Kaffihús er opið í safnaðarheimilinu frá kl. 10:00-16:00

 

slg


  • Barnastarf

  • Biblían

  • Biskup

  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar