Viðurkenningar fyrir söng í kirkjukórum og Sálmafoss

31. ágúst 2024

Viðurkenningar fyrir söng í kirkjukórum og Sálmafoss

Biskup afhendir Ingunni Aradóttur viðurkenningu fyrir að syngja í kirkjukór í 45 ár

Hátíðarstund var á Kirkjudögum í Lindakirkju þegar um 250 kirkjukórasöngvarar sem sungið hafa í 30 ár eða lengur tóku á móti viðurkenningu fyrir söng í kirkjukórum.

Dagskráin hófst í gær kl. 15:00 með afhendingu heiðursviðurkenningarinnar Liljan.

Heildarfjöldinn þeirra sem sungið hafa í 30 ár eða lengur er yfir 500 manns.

Þau elstu hafa sungið í kirkjukór í yfir 70 ár og voru  þrír þeirra mættir í gær.

Guðný Einarsdóttir stjórnaði athöfinni.

Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir flutti ávarp og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir ryfjaði upp skemmtileg atvik þegar hún söng með Kirkjukór Akraneskirkju í ræðu sem hún flutti.

Þakkaði hún kórsöngvurum fyrir söng í kirkjum landsins við alls kyns aðstæður.


Kl. 16:30 var helgistund við upphaf Sálmafoss.

Var hún í umsjá sr. Magnúsar Magnússonar.

Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti og Guðný Einarsdóttir söngmálastjóri þjóðkirkjunnar sáu um undirleik og kórstjórn.

Stóri kirkjukórinn söng við helgistundina og var endað á því að syngja þjóðsönginn.

Síðan hófu kirkjukórar af öllu landinu að syngja ásamt einsöngvurum, úrval úr nýju sálmabókinni.

Táknmálskórinn túlkaði á meðan kirkjukórar sungu.

Kl. 22:00 var helgistund í umsjá sr. Sveins Valgeirssonar.

Sálmabandið spilaði.

Kynningarbásar og kaffihús var í andyri kirkjunnar og í safnaðarheimilinu í gær og verða opnaðir um leið og dagskrá hefst í dag.


slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Biskup

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar