Biblían komin á Storytel

2. september 2024

Biblían komin á Storytel

Eggert Kaaber les úr Jónasi

Útgáfufögnuður vegna hljóðbókar Biblíunnar var á Kirkjudögum í Lindakirkju á laugardaginn.

Bibliufélgagið stóð fyrir útgáfunni.

Í útgáfuhófinu var hljóðbókin kynnt og Eggert Kaaber, einn af lesurum hljóðbókarinnar las úr Jónasi.

Aðrir lesarar eru Steinunn Jóhannesdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Kristján Franklín Magnús, Arnar Jónsson, Þóra Karítas Árnadóttir, Álfrún Helga Örnólfsdóttir og Guðjón Davíð Karlsson

Þetta er í fyrsta skipti sem bókin kemur út í heild sinni á íslensku.

Hljóðbókin er alls 90 klukkustundir og 19 mínútur.

Unnið var að verkefninu með hléum í fimm ár.

Verkefnið var allt fjármagnað með frjálsum framlögum velunnara Biblíunnar.

Hægt er að hlusta á hljóðbókina án endurgjalds á heimasíðu Biblíufélagsins, biblian.is.

Hljóðbók Biblíunnar er jafnframt fáanleg á helstu hljóðbókaveitum, svo sem Storytel.

 

slg



  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Kirkjustaðir

  • Trúin

  • Biblían

Sr. Gylfi Jónsson

Andlát

02. sep. 2025
Sr. Gylfi Jónsson er látinn.
Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík