Gimsteinninn kominn út

4. september 2024

Gimsteinninn kominn út

Út er komin bókin Gimsteinninn eftir sr. Þorvald Víðisson prest í Fossvogsprestakalli og prófast í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Í bókinn er dregið fram eitt meginstefið sem Biblían miðlar, boðskapurinn um frið.

Á bókarkápu segir höfundur:

„Líkt og gimsteinninn hefur á óratíma mótast í iðrum jarðar hefur Biblían mótast í samfélagi manna á árþúsundum.

Sú viska sem Biblían miðlar er sem samfélagslegur gimsteinn sem getur verið einstaklingum og mannlífi ómetanlegur.

Við finnum þegar við skoðum texta Biblíunnar hve rangt það er að setja sig á háan hest á grundvelli trúar sinnar og lífsafstöðu.

Einkenni trúar, sem grundvölluð er á textum og boðskap Biblíunnar, er að hún ætti alltaf að vera leitandi, auðmjúk, mild, gæskurík og þjónandi.

Trúin er ekki tæki til að dæma aðra heldur getur verið grundvöllur þjónustu og friðar í heiminum.

Jesús segir:

„Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður““

 

slg


  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Útgáfa

  • Biblían

Frá vígslu Ólafíustofu í Osló

Laust starf prests

04. feb. 2025
...við íslenska söfnuðinn í Noregi
Bústaðakirkja í kvöldsólinni

Ástin og lífið í Bústaðakirkju

31. jan. 2025
... í tali, tónum og ljóðum í febrúar
Plakat-Eyþór.jpg - mynd

Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju

30. jan. 2025
...laugardaginn 1. febrúar kl. 12:00