Sr. Þuríður Björg ráðin

4. september 2024

Sr. Þuríður Björg ráðin

Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir

Biskup Íslands óskaði nýlega eftir presti til þjónustu við Hafnarfjarðarprestakall í Kjalarnessprófastsdæmi.

Miðað var við að viðkomandi gæti hafið störf 1. október n.k.

Tíu umsóknir bárust.

Valnefnd hefur valið sr. Þuríði Björgu Wiium Árnadóttur og hefur biskup Íslands staðfest valið.

Prestakallið

Sóknarmörk Hafnarfjarðarsóknar liggja austan Reykjavíkurvegar, að Áslandi austan Reykjanesbrautar og Hvaleyrarholt vestan Reykjanesbrautar.

Hafnarfjarðarsókn, sem tilheyrir Kjalarnesprófastsdæmi, er fjölmenn sókn með 15.352 íbúa.

Í sókninni eru fjórir grunnskólar, átta leikskólar, einn framhaldsskóli, tvær heilsugæslustöðvar og eitt hjúkrunarheimili.

Gott samstarf kirkjunnar er við allar þessar stofnanir.

Í Hafnarfjarðarprestakalli er ein sóknarkirkja, Hafnarfjarðarkirkja auk Krýsuvíkurkirkju sem endurvígð var árið 2022.

Hafnarfjarðarkirkja er eitt af megin kennileitum Hafnarfjarðar og á sér langa og viðburðaríka sögu innan samfélagsins.

Kirkjan sjálf er afar vel staðsett í hjarta bæjarins og er allur aðbúnaður góður.

 

Sr. Þuríður Björg er fædd á Akureyri þann 21. nóvember árið 1989 og uppalin á Vopnafirði.

Foreldrar hennar eru Árni Magnússon, rafvirkjameistari, og Ásgerður Sigurðardóttir sem er að njóta þess að vera eldriborgari.

Þuríður er yngst þriggja systkina.

Hún varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2009 og útskrifaðist með embættispróf frá Guðfræði og trúarbragðadeild Háskóla Íslands 2017 og vígðist sem sóknarprestur til Hofsprestakalls í Vopnafirði sama ár.

Þuríður Björg lauk diplómugráðu í sálgæslu árið 2021.

Hún hefur starfað sem sjúkrahúsprestur á Landspítalanum í afleysingu frá því í nóvember 2023.

Þuríður Björg sat í stjórn Lútherska heimssambandsins fyrir hönd þjóðkirkju Íslands árin 2017-2023 og hefur setið á kirkjuþingi síðan 2020.

Hún situr nú í stjórn þjóðkirkjunnar.

Á árum sínum á Vopnafirði hefur hún verið formaður veiðifélags Hofsár og Sunnudalsár, setið í stjórn veiðifélags Sandvíkur og í stjórn Kvenfélagsins Lindarinnar.

Þuríður Björg er í sambúð með Ólafi Ragnari Garðarssyni, fjármálaverkfræðingi og framkvæmdarstjóra Angling IQ.

Þau eiga tvö börn 10 og 11 ára og eru búsett í Mosfellsbæ.


slg


  • Prestar og djáknar

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju