Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

11. september 2024

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

Kópavogskirkja böðuð gulu ljósi

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga var í gær 10. september.

Þá klæddust mörg gulu, enda er allur mánuðurinn helgaður þessu málefni undir baráttuheitinu Gulur september.

Víða var þessa málefnis minnst í kirkjum landsins, en á vef átaksins mátti finna upplýsingar um kyrrðarstundir í Kópavogskirkju og Egilsstaðakirkju.

Kyrrðarstundin í Kópavogskirkju hófst kl. 20:00.

Dagskráin var einföld.

Tónlistarflutningur var í höndum Stefáns Stefánssonar og Unu Stefánsdóttur ásamt hljómsveit.

Sr. Sigurður Arnarsson sóknarprestur í Kársnesprestakalli leiddi stundina.

Á dagskránni var innlegg aðstandanda, Auðar Hallgrímsdóttur.

Fundarstjóri var Anna Margrét Bjarnadóttir.

Í lok stundarinnar var kveikt á kertum til minningar um látna ástvini.

Kyrrðarstund var einnig í Egilstaðakirkju kl. 20:00.

Á dagskrá var tónlistarflutningur í umsjá Úlfars Trausta Þórðarsonar og Sándor Kerekes organista kirkjunnar.

Prestar Egilsstaðaprestakalls leiddu stundina og fluttu íhugunarorð.

Benedikt Þór Guðmundsson verkefnastjóri hjá Píeta-samtökunum flutti hugvekju þar sem hann deildi reynslu sinni sem aðstandandi eftir sjálfsvíg og sagði frá samtökunum.

Að lokum gafst viðstöddum kostur á að tendra kertaljós í minningu, von og bæn.

Dagskrá sem fer fram allan mánuðinn má finna hér.

Myndirnar hér fyrir neðan eru frá Kópavogskirkju.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings

Kirkjan þarf að mæta fjölskyldum með ung börn

25. okt. 2024
...segir forseti kirkjuþings
Gissur Páll, Kristján, Jónas og Áslákur

Troðfull Bústaðakirkja

25. okt. 2024
...stórsöngvarar sungu
Unnur Halldórsdóttir djákni

Kærleiksþjónustan er forsenda þess að kirkjan lifi

24. okt. 2024
...segir Unnur Halldórsdóttir fyrsta konan sem var vígð djákni á Íslandi