Laust starf sjúkrahúsprests eða djákna

12. september 2024

Laust starf sjúkrahúsprests eða djákna

Landspítali auglýsir laust starf í teymi sálgæslu sjúkrahúspresta og sjúkrahúsdjákna á spítalanum.

Starfsfólk teymisins veitir sálgæslu og stuðning til sjúklinga, aðstandenda og samstarfsfólks á öllum sviðum spítalans.

Starfshlutfall er 80-100% og gert ráð fyrir ráðningu frá 1. nóvember 2024.

Teymi sálgæslu sjúkrahúspresta og sjúkrahúsdjákna sinnir sálgæslu og helgihaldi og starfar í samvinnu með öðru starfsfólki og teymum spítalans að velferð sjúklinga og aðstandenda þeirra.

Markmið sálgæslunnar er að liðsinna þeim sem glíma við sárar tilfinningar og erfiðar tilvistarspurningar tengdar veikindum og alvarlegum áföllum.

• Störf í teymi sálgæslu á Landspítala

• Sálgæsla og þjónusta við spítalann og deildir hans

• Þverfagleg teymisvinna

• Samstarf við trúar og/eða lífskoðunarfélög í samræmi við óskir skjólstæðinga

• Sálgæslan sinnir öllum sviðum Landspítala og ganga starfsmenn hennar bakvaktir á öllum deildum

• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.

• Mag. theol., djáknanám frá HÍ eða sambærilegt er æskilegt

• Viðurkennd framhaldsmenntun í sérhæfðri sálgæslu (CPE) eða sambærileg menntun

• Virt og viðurkennd staða og góð tengsl við þjónustu innan trúar-og/ eða lífsskoðunarfélags

• Haldgóð reynsla af sálgæslustarfi; starfsreynsla af sálgæsluþjónustu á sjúkrahúsi er kostur

• Reynsla af helgihaldi er kostur

• Mjög góðir samskipta- og samstarfshæfileikar

• Mjög rík þjónustulund og jákvætt viðmót

• Reynsla af þverfaglegri teymisvinnu

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála og efnahagsráðherra og Viska - stéttarfélag hafa gert.

Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins.

Umsókn fylgi náms og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á.

Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.

Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta.

Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.

Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, prestur, djákni


Starfshlutfall er 80-100%

Umsóknarfrestur er til og með 20.09.2024

Nánari upplýsingar gefur Gunnar Rúnar Matthíasson, gmatt@landspitali.is

Sótt er um starfið hér.

slg


  • Kærleiksþjónusta

  • Prestar og djáknar

  • Sálgæsla

  • Starf

  • Auglýsing

Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju
Prestarnir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Toshiki Toma ásamt Olgu Khodos

Manneskjan er flóknasti og fallegasti leyndardómur tilverunnar.

20. nóv. 2024
...segir Olga Khodos sálfræðingur frá Úkraínu
Grensáskirkja gnæfir yfir byggðina

Jólaaðstoð Hjálparstarfsins kynnt

20. nóv. 2024
...hjá Vinum Hjálparstarfsins