Fjölsótt kirkjuafmæli

17. september 2024

Fjölsótt kirkjuafmæli

Börnin fá kleinu

Um nýliðna helgi voru fjörtíu ár frá vígslu Langholtskirkju í Reykjavík.

Kirkjan var vígð þann 16. september árið 1984.

Að sögn sr. Guðbjargar Jóhannesdóttur sóknarprests í Laugardalsprestakalli hefur lengi verið stefnt að því að fá nýtt altari, predikunarstól og skírnarfont í kirkjunna, gripi sem falla betur að rýminu og notkun þess.

„Andrés Narfi Andrésson arkitekt teiknaði fyrir Langholtkirkju þessa nýju gripi og var altarið tekið í notkun á afmælishátíðinni á sunnudaginn.

Nýja altarið er falleg smíð smiðanna í Trésmiðjunni Hegg og er gert úr svörtu járni sem kallast á við nátturstein kirkjugólfsins og aski sem kallast á við orgelið.

Staðsetning altarisins er einnig mun framar en áður var og er presturinn og þau sem þjóna í sterkari tengslum við söfnuðinn og mikið rými skapast fyrir aftan altarið fyrir kóra kirkjunnar.

Þegar um stóra tónleika er að ræða með hljómsveit og kórum er mögulegt að færa altarið aftar svo rýmið þjóni enn betur því markmiði að vera helgað fjölnota rými.

Einnig voru teknir í notkun altarisgripir gerðir af Sigríði Helgu Olgeirsdóttur keramiklistakonu“

segir Guðbjörg og bætir við:

„Hátíðahöldin voru í tvennu lagi sunnudaginn 15. september.

Fjölskyldumessa var í kirkjunni kl. 11:00 þar sem barnakórar kirkjunnar sungu.

Þar eru yngstu söngvararnir í Krúttakórnum 4-6 ára, Graduale Liberi er 2. - 4. bekkur grunnskóla og Graduale Futuri er fyrir krakka úr 5. - 7. bekk.

Sara Grímsdóttir, Svava Rún Steingrímsdóttir og Björg Þórsdóttir eru kórstjórnendur barnakóranna, en Sara sér einnig um sunnudagaskólann í Langholtinu.

Gríðarlega góð þáttaka var í messunni en um 350 manns komu en mömmur og pabbar, afar og ömmur, frændur og frænkur fylgja börnunum gjarnan til kirkjunnar.

Í messunni var mikið sungið, yngstu Krúttin voru að syngja í sinni fyrstu messu og stóðu sig öll með sóma.

Íhugunarefni messunnar var hvernig það að borða saman færir okkur saman og hvernig máltíðir heimila og kirkju tengjast.

Í lokin voru öll börnin og unglingarnir kvödd með kleinu sem tákni um kærleikann sem Guð ber til þeirra og þau bera með sér út í samfélagið til annarra, alveg eins og ömmurnar og mömmurnar hafa í gegnum áratugina tjáð elsku með kleinunum sínum.

Hátíðarmessa var svo kl. 14:00, en þeirri messu verður útvarpað sunnudaginn 22. september á Rás 1.

Við messuna sungu kórar kirkjunnar:

Kór Langholtskirkju, Graduale Nobili og Gradualekór Langholtskirkju undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista og Sunnu Karenar Einarsdóttur kórstjóra.

Kór Langholtskirkju frumflutti tónverk Magnúsar organista sem samið var sérstaklega fyrir afmælið við texta 121 Davíðssálms en íhugunarefni stundarinnar var einmitt 121 Davíðssálmur og Emmaus frásögnin, nærvera Guðs í og fjarri hinu helgaða rými og hvernig við berum kennsl á Guð, okkur sjálf og hvert annað í máltíðinni og máltíðum lífsins.“

Sóknarnefndarfólkið þjónaði við messuna ásamt Guðbjörgu.

Sérstakur gestur var biskup Íslands Guðrún Karls Helgudóttir, sem ávarpaði söfnuðinn í lok messu.

Um 200 manns komu til kirkjunnar og nutu léttra veitinga í safnaðarheimilinu að messu lokinni."

Að sögn Guðbjargar er afar öflugt safnaðarstarf í Langholtskirkju þar sem fótsytkkið er kórskóli fyrir börn og unglinga auk kóra fyrir fullorðna.

„Í kórum kirkjunnar veturinn 2024-2025 eru kórsöngvararnir á aldrinum 3 ára og uppúr tæplega 200 einstaklingar.

Auk fimm kóra kirkjunnar eiga þrír kórar heimili sitt í Langholtskirkju en það eru Góðir Grannar, Fílharmónían og Laufáskórinn.

Sunnudagaskóli, eldriborgara starf, Æskulýðsfélag, foreldramorgnar og kvenfélag fylla húsið lífi flesta daga en sunnudagsmessan kl. 11:00 alla sunnudaga er miðpunkturinn sem og hádegisverður í safnaðarheimilinu eftir messu."

Langholtssókn er hluti Laugardalsprestakalls þar sem þjóna auk Guðbjargar sóknarprests, Ásta Ingibjörg Pétursdóttir prestur með starfsstöð í Langholtskirkju, Sigurður Jónsson prestur í Áskirkju og Davíð Þór Jónsson prestur í Laugarneskirkju.

 

slg


Myndir með frétt

  • Biskup

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Sóknarnefndir

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Trúin

  • Barnastarf

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði