Kyrrðar og bænastund vegna áfalla

18. september 2024

Kyrrðar og bænastund vegna áfalla

Kyrrðar og bænastund vegna áfalla í samfélaginu verður í Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun 19. september kl. 18:00.

 

Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur flytur ávarp og Sveinn Valgeirsson sóknarprestur Dómkirkjunnar leiðir bæn.

 

Guðmundur Sigurðsson dómorganisti leiðir heilandi sálmasöng.

Fólki gesfst tækifæri til að tendra bæna og friðarljós.

Biskup Íslands Guðrún Karls Helgudóttir hefur hvatt fólk til að staldra við.

 

Hún segir í aðsendri grein á Vísi að „það sé ekki að undra að fólk spyrji sig hvað sé eiginlega að gerast á landinu okkar.“

 

Hún hvetur til þess að það sé staldrað við og spurt hvernig hægt sé að skapa kærleiksríkara samfélag.

 

 

Vill að rætt sé við börn


Biskup Íslands hvetur fólk einnig til að tala saman og leita sér aðstoðar þurfi það á því að halda.

 

Hún segir kirkjur landsins öllum opnar og presta og djákna til samtals.

 

„Tökum utan um hvert annað og ekki síst börnin okkar og sýnum þeim hvernig við vinnum úr áföllum.

 

Það er hlutverk okkar og skylda að ræða við börnin okkar og við megum alls ekki færa það mikilvæga dagskrárvald til samfélagsmiðla“

 

segir Guðrún.

 

Hún biðlar að lokum til fólks að rísa upp í kærleika.

 

Að lokum segir hún:

 

„Ég votta öllum þeim sem nú eiga um sárt að binda vegna atburða undanfarinna vikna og mánaða mína dýpstu samúð og bið þess að við getum sameinast um að rísa upp í kærleika í samfélagi þar sem nægt rými er fyrir alla: litla langveika drengi og börn sem eiga það skilið að fá að lifa.“

 

 

slg



 

 

 

 

 

 

  • Fjölmiðlar

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Trúin

  • Biskup

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar