Yngsta prestateymi innan Þjóðkirkjunnar

18. september 2024

Yngsta prestateymi innan Þjóðkirkjunnar

Yngsta prestateymið ásamt prófasti

Innsetningarmessa fór fram í Seljakirkju sunnudaginn 15. september kl. 13:00.

Sr. Steinunn Anna Baldvinsdóttir var sett inn í embætti sem æskulýðsprestur Seljakirkju, en Steinunn Anna hefur starfað sem æskulýðsfulltrúi við kirkjuna í 10 ár eða frá árinu 2014.

Steinunn er fædd og uppalin í Seljahverfinu og því mjög heimavön í Seljakirkju.

Fjöldi var saman kominn í kirkjunni til að bjóða Steinunni Önnu velkomna til þjónustunnar.

Sr. Bryndís Malla Elídóttir prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra setti Steinunni Önnu í embætti, en Steinunn sjálf prédikaði.

Sr. Sigurður Már Hannesson og sr. Árni Þór Þórsson þjónuðu fyrir altari.

Kór Seljakirkju söng undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssona organista.

Boðið var upp á veglegt kaffihlaðborð í safnaðarsal Seljakirkju eftir stundina.

Talsverðar breytingar hafa átt sér stað í Seljakirkju á síðustu mánuðum, en sr. Sigurður Már Hannesson tók nýlega við sem sóknarprestur í fjarveru sr. Ólafs Jóhanns Borgþórssonar sem mun þjóna við Lindakirkju í vetur í námsleyfi sr. Guðmundar Karls Brynjarssonar.

Sr. Árni Þór Þórsson hóf störf við kirkjuna í septembermánuði og mun hann þjóna við Seljakirkju í afleysingum næsta árið.

Athygli vekur að meðalaldur prestanna sem þjónar við Seljakirkju er óvenju lágur.

Sr. Sigurður Már er fæddur árið 1990, sr. Steinunn Anna er fædd árið 1991 og sr. Árni Þór er fæddur árið 1995.

Í raun mynda þau þrjú yngsta prestateymi sem fyrirfinnst innan Þjóðkirkjunnar, en Árni Þór, sem áður þjónaði sem sóknarprestur í Vík í Mýrdal mun enn vera yngsti prestur landsins.

Hann er 28 ára, en verður 29 ára í næsta mánuði.

Hér fyrir neðan má sjá Steinunni Önnu í prédikunarstól og prófast setja hana í embætti.

 

slg


Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings

Kirkjan þarf að mæta fjölskyldum með ung börn

25. okt. 2024
...segir forseti kirkjuþings
Gissur Páll, Kristján, Jónas og Áslákur

Troðfull Bústaðakirkja

25. okt. 2024
...stórsöngvarar sungu
Unnur Halldórsdóttir djákni

Kærleiksþjónustan er forsenda þess að kirkjan lifi

24. okt. 2024
...segir Unnur Halldórsdóttir fyrsta konan sem var vígð djákni á Íslandi