Bæna og kyrrðarstundir vegna áfalla víða um land

19. september 2024

Bæna og kyrrðarstundir vegna áfalla víða um land

Samsett mynd frá mbl.is

Bæna og kyrrðarstundir eru nú haldnar víða um land vegna áfalla sem hafa verið í þjóðfélaginu að undanförnu.

Í gær var samvera í Miðdalskirkju vegna banaslyss sem var á Selfossi.

Í gær sagði kirkjan.is frá bæna og kyrrðarstund sem verður í Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 18:00 í dag vegna áfalla í samfélaginu.

Í kvöld kl. 21:00 verður bæna og samverustund í Víkurkirkju í Vík í Mýrdal vegna mannshvarfs þaðan úr bænum.

Mun stundin fara fram bæði á ensku og íslensku.

Leitin að Benedek Incze, sem hefur verið saknað síðan á aðfaranótt mánudags, hefur enn ekki borið árangur.

Benedek er frá Ungverjalandi en var búsettur í Vík og starfaði þar.

 

Biðjum saman og tölum saman.

Sr. Jóhanna Magnúsdóttir hefur nýhafið störf sem sóknarprestur í Vík í Mýrdal.

Hún mun leiða stundina sem haldin verður í kvöld og segir:

„Við komum saman, kveikjum á bænaljósi, hlustum á tónlist, biðjum saman og síðast en ekki síst: tölum saman“

segir í tilkynningu frá Víkurprestakalli.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði