Kirkjan full af fjöri og gleði

19. september 2024

Kirkjan full af fjöri og gleði

Líf og fjör í kirkjunni

Í Árbæjarkirkju er boðið upp á fjölbreytt barnastarf fyrir alla aldurshópa.

Það hefur löngum verið mikill metnaður að halda úti öflugu barna og unglingastarfi í söfnuðinum.

Umsjón með öllu barna og æskulýðsstarfi Árbæjarkirkju hefur Ingunn Björk Jónsdóttir djákni.

Sunnudagaskólinn er á sunnudögum kl. 13:00 og er alltaf jafn vinsæll.

Í sunnudagskólanum er mikið sungið en auk þess koma brúðurnar Rebbi refur og vinkona hans Mýsla oft í heimsókn.

Annan sunnudag hvers mánaðar er fjölskyldumessa þar sem brúað er bilið á milli sunnudagaskóla og hefðbundinnar guðsþjónustu.

Á þriðjudögum er boðið upp á sérstakt starf fyrir börn í 1-3 bekk svokallaað STN-starf, sem er fyrir sjö til níu ára börn og  fyrir börn í 4-7 bekk, TTT- starf, sem er fyrir tíu til tólf ára börn.

Um er að ræða aldurskipt tómstundastarf, fjallað er um kristileg gildi eins og náungakærleika og umburðarlyndi.

Leikur og gleði fara saman.

Dagskrá vetrarins er fjölbreytt og full af fjöri og má þar t.d. nefna hjálparstarfsverkefni og skemmtilega leiki eins og lifandi slönguspil auk þess sem haldið verður upp á allraheilagramessu með hrekkjavökupartýi.

Allt barna og unglingastarf á vegum Árbæjarkirkju er foreldrum að kostnaðarlausu en skrá þarf börnin í starfið.

Á fimmtudagskvöldum hittast unglingarnir í æskulýðsfélaginu saKÚL.

Unnið hefur verið eftir ungmennalýðræði í æskulýðsfélaginu, en mikil uppgangur hefur verið í félaginu síðustu ár.

Ungmennaráð saKÚL starfar við hlið starfsmanna.

Ungmennaráð og formaður saKÚL funda reglulega með starfsfólki.

Unglingarnir koma fram með tillögur að viðfangsefnum og taka þátt í öllum meiriháttar ákvörðunum.

Ungmennalýðræðið hefur reynst vel og skilað sér í áhugasömum unglingum sem eru tilbúin að legga mikið á sig til að hugmyndir þeirra komist í framkvæmd.

Formaður saKÚL er Freydís Katla Sveindóttir.

Æskulýðsfélagið saKÚL fór í ágúst 2024 í vikuferð til Ungverjalands í ungmennaskiptaverkefni við æskulýðsfélag borginni Kőszeg í Ungverjalandi.

Þátttakendur voru 48 frá báðum löndum.

Verkefnið er styrkt af Landsskrifstofu Erasmus á Íslandi.

Sumarið 2025 munu svo ungmennin frá Ungverjalandi heimsækja Ísland.

Myndir hér fyrir neðan eru úr Ungverjalandsferðinni og svo frá barna og unglingastarfinu heima í kirkjunni.

 

slg


Myndir með frétt

  • Alþjóðastarf

  • Barnastarf

  • Forvarnir

  • Fræðsla

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju
Prestarnir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Toshiki Toma ásamt Olgu Khodos

Manneskjan er flóknasti og fallegasti leyndardómur tilverunnar.

20. nóv. 2024
...segir Olga Khodos sálfræðingur frá Úkraínu
Grensáskirkja gnæfir yfir byggðina

Jólaaðstoð Hjálparstarfsins kynnt

20. nóv. 2024
...hjá Vinum Hjálparstarfsins