Ein umsókn barst

20. september 2024

Ein umsókn barst

Egilsstaðakirkja

Biskup Íslands óskaði nýlega eftir presti til þjónustu í Egilsstaðaprestakalli, Austurlandsprófastsdæmi.

Miðað var við að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst, en í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

Ein umsókn barst frá sr. Jarþrúði Árnadóttur, presti í Langanesprestakalli.

Egilsstaðaprestakall

Egilsstaðaprestakall varð til við sameiningu fjögurra prestakalla á Héraði, Borgarfirði og Seyðisfirði.

Íbúafjöldi prestakallsins er 4913, þar af eru 3385 í þjóðkirkjunni.

Sóknirnar eru 14, hver með sína sóknarkirkju.

Vísað er til þarfagreiningar fyrir prestakallið varðandi frekari upplýsingar um starfið og starfsumhverfið.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests.

Valnefnd skal ná samstöðu um einn umsækjenda en valið skal byggt á fyrirliggjandi þarfagreiningu og rökstutt á grundvelli hennar.

Í framhaldinu ræður biskup viðkomandi í starfið, að því gefnu að hann telji niðurstöður valnefndar reistar á lögmætum sjónarmiðum.

Valnefnd áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

slg


  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Starf

  • Starfsumsókn

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju
Prestarnir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Toshiki Toma ásamt Olgu Khodos

Manneskjan er flóknasti og fallegasti leyndardómur tilverunnar.

20. nóv. 2024
...segir Olga Khodos sálfræðingur frá Úkraínu
Grensáskirkja gnæfir yfir byggðina

Jólaaðstoð Hjálparstarfsins kynnt

20. nóv. 2024
...hjá Vinum Hjálparstarfsins