Aftur kominn djákni í Skálholt

23. september 2024

Aftur kominn djákni í Skálholt

Djákni, sóknarprestur og prófastur

Sunnudaginn 22. september setti sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir prófastur Suðurprófastsdæmis Bergþóru Ragnarsdóttur í embætti djákna og sr. Kristínu Þórunni Tómasdóttur í embætti sóknarprests í Skálholtsprestakalli.

Við fjölsótta guðsþjónustu þjónuðu líka Herdís Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Skálholts og Vigdís Fjóla Þórarinsdóttir fermingarbarn, auk sr. Óskars Hafsteins Óskarssonar, sem mun taka við prófastsembætti af Halldóru þann 1. nóvember n.k. og sr. Kristjáns Björnssonar vígslubiskups, sem lýsti blessun.

Jón Bjarnason lék á orgel og leiddi Skálholtskórinn í sálmasöng.

Þess má geta að Jón er eignmaður Bergþóru djákna.

Messukaffi var í Skálholtsskóla þar sem vígslubiskup ávarpaði samkomuna.

Kristín Þórunn segir að á þessum gleðidegi hafi verið sérstaklega ánægjulegt að sjá aftur djákna í þjónustu við Skálholtsstað, en djákni hefur ekki verið á staðnum síðan fyrir siðbót.

Þess má geta að Kristín Þórunn er dóttir sr. Tómasar Sveinssonar og Unnar Halldórsdóttur, fyrsta djáknans sem menntuð var sem slík og var vígð djáknavígslu árið 1965 af dr. Sigurbirni Einarssyni þáverandi biskupi Íslands.

Í prédikun sinni minnti sr. Kristín Þórunn á það að djákni hafi ekki verið starfandi í Skálholti í 500 ár og sagði að nú yrði ekki leiðinlegt fyrir neinn að vera í Skálholti, eins og sagt var um þá daga þegar Þorlákur helgi sat staðinn.


slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Kirkjustaðir

Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings

Kirkjan þarf að mæta fjölskyldum með ung börn

25. okt. 2024
...segir forseti kirkjuþings
Gissur Páll, Kristján, Jónas og Áslákur

Troðfull Bústaðakirkja

25. okt. 2024
...stórsöngvarar sungu
Unnur Halldórsdóttir djákni

Kærleiksþjónustan er forsenda þess að kirkjan lifi

24. okt. 2024
...segir Unnur Halldórsdóttir fyrsta konan sem var vígð djákni á Íslandi