Glæsilegir fulltrúar Íslands

25. september 2024

Glæsilegir fulltrúar Íslands

Guðný Einarsdóttir við orgel Trinitatiskirke

Dagana 19. til 22. september var norrænt kirkjutónlistarmót haldið í Kaupmannahöfn.

Á mótinu voru saman komnir rúmlega 600 kirkjutónlistarmenn af öllum Norðurlöndunum og sendi hvert land einnig fulltrúa sem héldu orgel og kórtónleika.

Fulltrúar Íslands voru Guðný Einarsdóttir söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, sem hélt orgeltónleika í Trinitatis kirkjunni og Kór Langholtskirkju undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar sem hélt tónleika í Garnissons kirkjunni.

Tónleikar þeirra gengu mjög vel og var gerður góður rómur að þeim og þeirri tónlist sem flutt var, en á tónleikunum var eingöngu flutt nýleg, íslensk kirkjutónlist.

Auk þessa voru íslenskir fulltrúar á þremur málstofum.

Magnús Ragnarsson kynnti íslenska kórtónlist í málstofu um nýja kórtónlist fyrir guðsþjónustur.

Guðný Einarsdóttir tók þátt í málstofu um framtíð kirkjutónlistarinnar ásamt fulltrúum frá öllum Norðurlöndunum.

Kristján Hrannar Pálsson tók þátt í málstofu þar sem kynnt var Alþjóðlega sálmabókin, The Global Songbook.

Lútherska heimssambandið gefur bókina út í tilefni af því að 500 ár eru liðin frá útgáfu fyrstu lúthersku sálmabókarinnar, en Kristján Hrannar hefur verið einn af fulltrúum Norðurlandanna í nefnd um þessa útgáfu.

Bókin inniheldur nýja sálma frá lútherskum kirkjum frá öllum heimshornum.

Mótið var mjög vel skipulagt og fjöldinn allur af áhugaverðum málstofum, frábærum tónleikum með listamönnum frá öllum Norðurlöndunum og góðum kynningum á nýrri tónlist.

Að sögn Guðnýjar Einarsdóttur lék veðrið við þátttakendur í þessari fallegu borg og endaði mótið með hátíðlegri og fallegri messu í Vor Frue kirke þar sem Kór Langholtskirkju tók þátt ásamt kórum frá hinum Norðurlöndunum við undirleik orgels, páka, trompeta og meira að segja rafmagnsgítarsólói!

„Þátttakendur tóku vel undir almennan söng svo þakið lyftist af kirkjunni!

Biskup Kaupmannahafnarstiftis, Peter Skov-Jakobsen, prédikaði útfrá guðspjalli dagsins um Jesú sem sat til borðs með tollheimtumönnum og bersyndugum og sagði að sama gilti um tónlist og kærleikann, maður gæti af hvorugu fengið nóg!

Ef heimurinn á að verða betri staður þurfum við fegurð til að tjá hið mannlega og hið guðlega“

segir Guðný og vitnar í orð biskupsins.

Að lokum segir Guðný:

„Mótið var sannarlega mikill innblástur fyrir þau öll sem tóku þátt og nutu og það var glaður hópur sem hélt heim á leið eftir frábæra daga í Kaupmannahöfn.“

Guðný sendi fréttaritara myndirnar hér fyrir neðan og eru þær í þessari röð með texta frá Guðnýju:

Frá orgeltónleikum í Marmorkirke

Global songbook

Frá tónleikum Kórs Langholtskirkju undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar

Lokaguðsþjónustan í Vor Frue kirke

Löng röð myndaðist til að komast í lokaguðsþjónustuna, ekki alltaf sem það gerist á sunnudögum!

Starfshópur um Global Songbook

slg


Myndir með frétt

  • Fræðsla

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Messa

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings

Kirkjan þarf að mæta fjölskyldum með ung börn

25. okt. 2024
...segir forseti kirkjuþings
Gissur Páll, Kristján, Jónas og Áslákur

Troðfull Bústaðakirkja

25. okt. 2024
...stórsöngvarar sungu
Unnur Halldórsdóttir djákni

Kærleiksþjónustan er forsenda þess að kirkjan lifi

24. okt. 2024
...segir Unnur Halldórsdóttir fyrsta konan sem var vígð djákni á Íslandi