Guð er vinkona mín

26. september 2024

Guð er vinkona mín

Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir

Mikil hátíðahöld verða um helgina í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá því fyrsta konan var vígð prestsvígslu á Íslandi.

Sr. Auður Eir Vilhjámsdóttir var vígð í Dómkirkjunni í Reykjavík til þjónustu á Suðureyri við Súgandafjörð þann 29. september árið 1974.

Í tilefni af þessum tímamótum verður haldið málþing laugardaginn 28. september kl. 10.00-12.30 í Vídalínskirkju í Garðabæ.

Málþingið er haldið sr. Auði til heiðurs.

Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur mun fjalla um vígslu sr. Auðar Eirar og lesa samantekt á framlagi hennar til ritskýringar á textum Biblíunnar eftir dr. Sigurvin Lárus Jónsson.

Þá munu prófessorar við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, dr. Arnfríður Guðmundsdóttir og dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, fjalla um framlag hennar til guðfræði og kristni á Íslandi.

Að lokum mun sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir bregðast við þeim erindum sem flutt hafa verið.

Málþinginu verður streymt á miðlum Vídalínskirkju og viðstöddum verða boðnar veitingar að loknu málþingi.

 

Sunnudaginn 29. september, á vígsludaginn sjálfan, verður hátíðardagskrá Félags prestsvígðra kvenna og Kvennakirkjunnar í Háteigskirkju.

Dagskráin hefst kl. 14:00 með málþingi, sem ber yfirskriftina:

Prestsvígðar konur í 50 ár.

Þar verður deilt reynslu þriggja kynslóða.

Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir og sr. Helga Bragadóttir segja frá reynslu sinni af preststarfinu.

Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir formaður Félgas prestsvígðra kvenna stýrir umræðum.

Að loknu málþinginu kl. 16:00 býður Félag prestvígðra kvenna í kaffi og köku og spjall fram að messunni sem hefst klukkan 17:00.

Yfirskrift messunnar er Guð er vinkona mín.

Sr. Auður Eir, biskup Íslands Guðrún Karls Helgudóttir og fyrrum biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, Þjóðhildur Þórðardóttir, Elísabet Þorgeirsdóttir, sr. Dalla Þórðardóttir, Elín Þöll Þórðardóttir, Anna Sigríður Helgadóttir, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir og sr. Arndís Linn flytja messuna.

Prestsvígðar konur hafa verið hvattar til að vera hempuklæddar í messunni.

Ráðstefna og messan eru öllum opnar.


slg


  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Biskup

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar