Vel sóttar Gæðastundir

26. september 2024

Vel sóttar Gæðastundir

Steinunn Jóhannesdóttir á Gæðastund

Sjötíu manns mættu á Gæðastund í Háteigskirkju þriðjudaginn 24. september s.l.

Stundin hófst með bæn og ljóði dagsins.

Þá voru tekin nokkuð góð og gömul lög og var vel tekið undir sönginn.

Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur og leikhúsmanneskja flutti þá erindi sem hún nefndi:

Guðríður Símonardóttir, ævintýraleg ævi 17. aldar kvenskörungs.

Að erindinu loknu gekk fólk að veisluborði þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum, en engin skylda er að borga.

Gæðastundirnar eru alla þriðjudaga í safnaðarheimili Háteigskirkju kl. 13:30 – 16:00 og er dagskráin mjög fjölbreytt.

Þann 1. október kemur Þorgeir Ástvaldsson tónlistarmaður og útvarpsmaður og flytur hann erindi sem hann nefnir:

Sumargleðin og útvarpið.

Þann 8. október kemur Viðar Stefánsson, prestur í Landakirkju í Vestmannaeyjum og hagleiksmaður á tré og flytur erindi um útskurð í tré og fleira.

15. október kemur Magnús Skúlason arkitekt og fyrrum formaður Húsafriðurnarnefndar ríkisins og flytur erindi sem hann nefnir:

Innsýn í íslenska byggingararfleifð.

22. október verður svo konfektbingó.

Þann 29. október kemur Árni Hjartarson jarðfræðingur og flytur hann erindið:

Vatnið og Guðmundur Arason biskup á Hólum 1203-1237.

5. nóvember koma Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngkona og málari og Óttar Guðmundsson geðlæknir og rithöfundur og munu þau tala um rímnaskáldið Sigurð Breiðfjörð.

12. nóvember flytur Bára Baldursdóttir rithöfundur erindi sem hún nefnir:

Kynlegt stríð- ástandið í nýju ljósi.

19. nóvember kemur Margrét Tryggvadóttir rithöfundur og flytur erindi um Einar Jónsson myndhöggvara, ævi hans og störf.

Að lokum kemur Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður þann 26. nóvember og flytur erindi um söfnun íslenskra þjóðlaga.

Gæðastundirnar halda svo áfram eftir áramót, en dagskráin hefur ekki verið ákveðin.

Myndirnar eru frá Gæðastundinni þriðjudaginn 24. september.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Öldrunarþjónusta

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Fræðsla

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar