Viltu verða vinur Hjálparstarfsins?

27. september 2024

Viltu verða vinur Hjálparstarfsins?

Vinir Hjálparstarfsins hafa nú hist reglulega í nokkur misseri

Fólk kemur saman til hádegisverðar þar sem er heimilislegur matur er á boðstólum, fræðist um starfið og stillir saman strengi.

Sú venja hefur skapast að vinirnir hittast síðasta mánudag hvers mánaðar og er fólk hvatt til að bætast í vinahópinn.

Fyrsta hádegissamvera misserisins verður í safnaðarheimili Grensáskirkju mánudaginn 30. september kl. 12:00 og þá snæðir fólk saman.

Öll sem áhuga hafa á starfi Hjálparstarfs kirkjunnar og vilja leggja starfinu lið eru hjartanlega velkomin.

Áskoranir og árangur í lok starfsárs

Yfir hádegisverðinum mun Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, fjalla um áskoranir og árangur í starfinu.

Aðalfundur Hjálparstarfs kirkjunnar vegna starfsársins 2023-2024 fer fram laugardaginn 28. september og fá vinirnir því nýjustu fréttir af starfinu yfir hádegisverðinum.

Fyrir þau sem vilja glöggva sig á hinu víðfeðma og mikilvæga starfi Hjálparstarfs kirkjunnar þá má finna starfsskýrsluna hér.

Svo starfsfólk Grensáskirkju geti áttað sig á hve mikill matur þarf að vera á boðstólum er mikilvægt að skrá sig í matinn.

Skráning er á netfanginu help@help.is eða í síma 528 4400.

Múlakaffi mun að þessu sinni annast um veitingarnar, en í boði verður steiktur fiskur ásamt meðlæti.

Verð fyrir máltíðina er kr. 3.500 og mun afraksturinn renna til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Eins og áður er getið eru öll sem hafa áhuga á starfi Hjálparstarfs kirkjunnar og vilja leggja starfinu lið hjartanlega velkomin.

 

slg


  • Fræðsla

  • Hjálparstarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Alþjóðastarf

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar