Gjöfum jarðar fagnað í Neskirkju

1. október 2024

Gjöfum jarðar fagnað í Neskirkju

Sunnudaginn 6. október fagnar söfnuðurinn í Neskirkju gjöfum jarðar og allri grósku með erindum og blómstrandi helgihaldi.

Fyrir messuna kl. 10:00 er örþing í safnaðarheimilinu.

Guðbjörg Gissurardóttir, framkvæmdastýra Í boði náttúrunnar flytur erindið:

Á grænni vegferð í lífi og starfi.

Þar ræðir hún um tækifærin sem felast í sjálfbærni og ótvíræða kosti náttúrulegrar fæðu.

Halldór Reynisson prestur og frumkvöðull í náttúruvernd flytur erindið:

Loftslagsváin, er 68 kynslóðin að gera eitthvað?  Aldin: Samtök aldraðra í umhverfismálum.

Kl. 11:00 hefst síðan gróskumessa í kirkjunni.

Steingrímur Þórhallsson, organisti og gróskumaður, semur, útsetur og velur sálma og tónlist sem hæfir tilefninu.

Skúli S. Ólafsson sóknarprestur í Nesprestakalli þjónar fyrir altari og prédikar í anda stundarinnar.

Seinni hluti messunnar, sjálf altarisgangan, fer fram á Torginu í Neskirkju þar sem viðstöddum stendur til boða að þiggja brauð og vín, umkringd gjöfum náttúrunnar.

Kl. 12:00 verður síðan boðið upp á gróskumikla súpu úr náttúrulegu ferskmeti úr aldingarði organistans og annarra sem vilja sýna og kynna hvað er í boði í þessum efnum.

Sérstakar þakkir vill söfnuðurinn færa Þórhildi Fjólu Kristjánsdóttur sem hefur undirbúið dagskrána ásamt starfsfólki kirkjunnar.

 

slg


  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Umhverfismál

  • Umhverfismál og kirkja

  • Fræðsla

Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings

Kirkjan þarf að mæta fjölskyldum með ung börn

25. okt. 2024
...segir forseti kirkjuþings
Gissur Páll, Kristján, Jónas og Áslákur

Troðfull Bústaðakirkja

25. okt. 2024
...stórsöngvarar sungu
Unnur Halldórsdóttir djákni

Kærleiksþjónustan er forsenda þess að kirkjan lifi

24. okt. 2024
...segir Unnur Halldórsdóttir fyrsta konan sem var vígð djákni á Íslandi