Gjöfum jarðar fagnað í Neskirkju

1. október 2024

Gjöfum jarðar fagnað í Neskirkju

Sunnudaginn 6. október fagnar söfnuðurinn í Neskirkju gjöfum jarðar og allri grósku með erindum og blómstrandi helgihaldi.

Fyrir messuna kl. 10:00 er örþing í safnaðarheimilinu.

Guðbjörg Gissurardóttir, framkvæmdastýra Í boði náttúrunnar flytur erindið:

Á grænni vegferð í lífi og starfi.

Þar ræðir hún um tækifærin sem felast í sjálfbærni og ótvíræða kosti náttúrulegrar fæðu.

Halldór Reynisson prestur og frumkvöðull í náttúruvernd flytur erindið:

Loftslagsváin, er 68 kynslóðin að gera eitthvað?  Aldin: Samtök aldraðra í umhverfismálum.

Kl. 11:00 hefst síðan gróskumessa í kirkjunni.

Steingrímur Þórhallsson, organisti og gróskumaður, semur, útsetur og velur sálma og tónlist sem hæfir tilefninu.

Skúli S. Ólafsson sóknarprestur í Nesprestakalli þjónar fyrir altari og prédikar í anda stundarinnar.

Seinni hluti messunnar, sjálf altarisgangan, fer fram á Torginu í Neskirkju þar sem viðstöddum stendur til boða að þiggja brauð og vín, umkringd gjöfum náttúrunnar.

Kl. 12:00 verður síðan boðið upp á gróskumikla súpu úr náttúrulegu ferskmeti úr aldingarði organistans og annarra sem vilja sýna og kynna hvað er í boði í þessum efnum.

Sérstakar þakkir vill söfnuðurinn færa Þórhildi Fjólu Kristjánsdóttur sem hefur undirbúið dagskrána ásamt starfsfólki kirkjunnar.

 

slg


  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Umhverfismál

  • Umhverfismál og kirkja

  • Fræðsla

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.