Þjóðbúningamessa á sunnudaginn

2. október 2024

Þjóðbúningamessa á sunnudaginn

Frá þjóðbúningamessunni í fyrra

Eins og fram hefur komið á kirkjan.is þá er vetrarstarf kirkjunnar komið í fullan gang og er mjög fjölbreytt um allt land.

Starf fyrir unga sem aldna og allt þar á milli er áberandi þegar safnaðarstarfið er skoðað bæði á vefsíðum kirknanna og á samfélagsmiðlum.

Safnaðarstarf fer vel af stað í Árborgarprestakalli, sem nær yfir Selfoss, Eyrarbakka, Stokkseyri og nærsveitir.

Þunginn í daglegu safnaðarstarfi er í Selfosskirkju.

Prestar Árborgarprestakalls eru þrír, Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur og prestarnir Ása Björk Ólafsdóttir og Gunnar Jóhannesson.

Sjöfn Þórarinsdóttur heldur vel utan um barna og æskulýðsstarfið ásamt leiðtogum.

Inn á milli þess sem helgihald er með hefðbundnum hætti er reynt við að brjóta það upp með ólíkum leiðum.

Í september var kvöldmessa þar sem hljómsveitin Slow-Train spilaði Bob Dylan lög.

Sunnudaginn 29. september var harmonikumessa í Selfosskirkju kl. 14:00 þar sem Harmonikusveit Suðurlands spilaði þekkta sálma og dægurlög.

Sunnudaginn 6. október verður þjóðbúningamessa í Villingaholtskirkju kl. 14:00.

Þá eru kirkjugestir sem tök hafa á hvött til að mæta í þjóðbúningi.

Eftir messuna verður kirkjukaffi eða Pálínuboð í Þjórsárveri.

Þennan sama sunnudag verður kvöldmessa í Selfosskirkju kl. 20:00.

Þá sýna nokkrir félagar úr Kirkjukórnum á sér nýja hlið, spila á gítar og syngja létt og skemmtileg dægurlög og sálma.

Í október verður einnig bleik messa og síðast en ekki síst Halloween messa með þátttöku fermingarbarna og barna- og unglingakórsins.

Að sögn Guðbjargar er gaman að benda á allt það fjölbreytta starf og helgihald sem fram fer í kirkjunum í Árborgarprestakalli.

„Við hvetjum sóknarbörn til að fylgjast með auglýsingum á samfélagsmiðlum kirknanna sem og á selfosskirkja.is

segir Guðbjörg Arnardóttir sóknarprestur í Árborgarprestakalli.

 

slg


  • Barnastarf

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings

Kirkjan þarf að mæta fjölskyldum með ung börn

25. okt. 2024
...segir forseti kirkjuþings
Gissur Páll, Kristján, Jónas og Áslákur

Troðfull Bústaðakirkja

25. okt. 2024
...stórsöngvarar sungu
Unnur Halldórsdóttir djákni

Kærleiksþjónustan er forsenda þess að kirkjan lifi

24. okt. 2024
...segir Unnur Halldórsdóttir fyrsta konan sem var vígð djákni á Íslandi