Mikið um að vera í Seltjarnarneskirkju í október

4. október 2024

Mikið um að vera í Seltjarnarneskirkju í október

Seltjarnarneskirkja

Seltjarnarnessókn var stofnuð árið 1974 og því eru nú í ár 50 ár frá stofnun safnaðarins.

Fyrsti formaður sóknarnefndar var Kristín Friðbjarnardóttir, en hún gegndi formennsku í sóknarnefndinni í 16 ár.

Seltjarnarnesið var áður hluti af Nessókn og sóknarkirkja Seltirninga var Neskirkja við Hagatorg.

Kristín tók fyrstu skóflustungu að þeirri kirkjubyggingu, sem nú stendur á Valhúsahæð árið 1981.

Arkitektar kirkjunnar voru Hörður Björnsson og Hörður Harðarson.

Kirkjan var vígð 19. febrúar árið 1989 en athafnir fóru fram í kjallara kirkjunnar frá 1985-1989 á meðan verið var að ljúka við bygginguna.

Fyrsti sóknarprestur Seltjarnarneskirkju var Solveig Lára Guðmundsdóttir fyrrum vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal, en núverandi sóknarprestur er Bjarni Þór Bjarnason.

Í tilefni þessara tímamóta verður fjölbreytt dagskrá í kirkjunni allan þennan mánuð.

 

Sunnudaginn 6. október verður fræðslumorgunn kl. 10:00 eins og reyndar alla sunnudaga.

Fræðslumorguninn að þessu sinni ber yfirskriftina: Hversu yndislegir eru bústaðir þínir -sr. Sigurður Pálsson og Biblíur hans.

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor emeritus flytur erindið.

Þá verður opnuð Biblíusýning á öllum útgáfum Biblíunnar.

Ólafur Sigurðsson, sonur Sigurðar Pálssonar og fyrrum varafréttastjóri á RUV, opnar Biblíusýninguna.

Þennan sama morgunn verður opnuð málverkasýning Garðars Ólafssonar á Veggnum gallerí.

 

Föstudaginn 11. október kl. 8:45 verða tónleikarnir Bach fyrir börnin.

Börnum úr í 6. bekk Mýrarhúsaskóla er boðið á tónleikana sem eru í umsjá Friðriks Vignis Stefánssonar, kantors Seltjarnarneskirkju.

 

Sunnudaginn 13. október verður að venju fræðslumorgunn kl. 10:00.

Dr. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus flytur erindi sem hún nefnir Mannanöfn og Biblían.

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti Íslands flytur ræðu í messu kl. 11:00, en hann var í nefnd sem kannaði á sínum tíma möguleika á stofnun sérstaks safnaðar á Seltjarnarnesi.

 

Sunnudaginn 20. október ber fræðsluerindið titilinn Biblían og kristniboðið.

Sr. Ragnar Gunnarsson, kristniboði, talar.

 

Sunnudaginn 27. október er fræðslumorgunninn um Biblíuna í verkum Laxness

Dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur emeritus, flytur erindið.

 

slg


  • Fræðsla

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • List og kirkja

  • Menning

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Vígslubiskup

  • Biblían

Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings

Kirkjan þarf að mæta fjölskyldum með ung börn

25. okt. 2024
...segir forseti kirkjuþings
Gissur Páll, Kristján, Jónas og Áslákur

Troðfull Bústaðakirkja

25. okt. 2024
...stórsöngvarar sungu
Unnur Halldórsdóttir djákni

Kærleiksþjónustan er forsenda þess að kirkjan lifi

24. okt. 2024
...segir Unnur Halldórsdóttir fyrsta konan sem var vígð djákni á Íslandi