Bæn og ákall um frið frá Lútherska heimssambandinu

5. október 2024

Bæn og ákall um frið frá Lútherska heimssambandinu

Þann 7. október verður eitt ár liðið frá því að skelfilegt ofbeldi braust út í Mið-Austurlöndum þegar Hamas liðar frömdu hryðjuverk gegn ísraelskum borgurum og Ísrael brást við með hernaðaraðgerðum á Gaza.

Á því ári hafa átök og stríðsglæpir stigmagnast með óheyranlegri þjáningu fyrir íbúa svæðisins.

Lútherska heimssambandið kallar kirkjur sínar til bæna fyrir friði og samstöðu með íbúum og kirkjum í Landinu helga og öllum Mið-Austurlöndum.

Í starfi sínu og samskiptum hefur Sambandið lagt höfuðáherslu á frið og að draga úr hættu á stigmögnun átaka og ofbeldis.

Anne Burghardt framkvæmdastjóri segir:

„Lútherska heimssambandið fordæmir ofbeldi Hamas samtakanna eins og það fordæmir dráp á saklausum borgurum og niðurbrot innviða samfélagsins í Gaza vegna aðgerða Ísraelshers, sem leiða til ólýsanlegrar þjáningar hundruð þúsunda Palestínumanna.”

Anne bætir við að einu ári eftir að átökin brutust út sé staðan enn alvarlegri þar sem stríðsátök hafi enn magnast.

“Því bjóðum við kirkjum og kristnu fólki um allan heim að sameinast í bæn og samstöðu.”

Bæn og ákall um frið á erfiðum tímum:

Guð réttlætis, friðar og sátta.

Á tímamótum nýrra átaka í Mið-Austurlöndum, komum við fram fyrir þig, með brostin hjörtu vegna þjáningar, dauða og ranglætis sem hafa dunið yfir íbúa Landsins helga.

Öll erum við ein fjölskylda en upplifum samt daglega hvað samskipti okkar eru brotin.

Miskunnsami Guð, við biðjum að þú umbreytir hjörtum og huga, setjir virðingu fyrir öðrum í stað fjandskapar, og að ótti víki fyrir náungakærleika.

Við biðjum fyrir friði í Landinu helga og Mið-Austurlöndum og að stríð og ofbeldi taki enda.

Endurnýja von okkar, ó Guð.

Við biðjum um lausn gísla í haldi, við biðjum um vernd yfir saklausum, um að mannréttindi séu virt, að hjálparliðar njóti verndar.

Gef leiðtogum visku og hugrekki til að velja frið framyfir stríð.

Megi réttlæti umvefja íbúa Palestínu.

Opna framtíðarleiðir fyrir börn Ísraels og Palestínu að lifa saman í öryggi og friði.

Miksunnsami Guð, gef okkur frið inn í stríðandi aðstæður, til svæða sem upplifa átök og stríð:

Í Úkraínu, Súdan, Myanmar og svo margra annarra.

Gef okkur umbreytandi frið sem fær að ríkja, gef að þjóðir og samfélög sættist og fái lifað saman lífi í fulli gnægð, eins og þú hefur fyrirbúið þeim öllum.

Amen.


slg


  • Erlend frétt

  • Lútherska heimssambandið

  • Alþjóðastarf

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju