Forseti fjallaði um áskoranir í lífi ungs fólks

14. október 2024

Forseti fjallaði um áskoranir í lífi ungs fólks

Forseti Íslands flytur hugvekju

Kirkjudagur Bessastaðasóknar var haldinn hátíðlegur í gær þann 13.október.

Hann var haldinn í Garðakirkju og sem endranær komu góðir gestir í heimsókn.

Það voru forsetahjónin frú Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason.

Álftaneskórinn söng undir stjórn Ástvaldar Traustasonar organista, Þórey María Kolbeins spilaði á klarínett og kenfélagskonur þjónuðu með Hans Guðbergi Alfreðssyni prófasti og Vilborgu Ólöfu Sigurðardóttur djákna.

Hans Guðberg segir að Halla forseti hafi flutt hugvekju.

„Þar fjallaði hún um áskoranir í lífi unga fólksins en hún hvatti okkur til þess að leggja okkar lóð á vogarskálarnar og okkur í kirkjunni að halda okkar góða boðskap á lofti.

Kom hún meðal annars inn á að við værum jú öll riddarar kærleikans.

Þetta var ljúf guðsþjónusta“ segir Hans Guðberg „mikil almenn þátttaka og mjög vel sótt, en að henni lokinni var haldið í safnaðarheimilið okkar í Brekkuskógum þar sem kvenfélagskonur stóðu fyrir kirkjukaffi þar sem safnað var fyrir Líknarsjóð Álftaness.“


slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Heimsókn

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar