Forseti fjallaði um áskoranir í lífi ungs fólks

14. október 2024

Forseti fjallaði um áskoranir í lífi ungs fólks

Forseti Íslands flytur hugvekju

Kirkjudagur Bessastaðasóknar var haldinn hátíðlegur í gær þann 13.október.

Hann var haldinn í Garðakirkju og sem endranær komu góðir gestir í heimsókn.

Það voru forsetahjónin frú Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason.

Álftaneskórinn söng undir stjórn Ástvaldar Traustasonar organista, Þórey María Kolbeins spilaði á klarínett og kenfélagskonur þjónuðu með Hans Guðbergi Alfreðssyni prófasti og Vilborgu Ólöfu Sigurðardóttur djákna.

Hans Guðberg segir að Halla forseti hafi flutt hugvekju.

„Þar fjallaði hún um áskoranir í lífi unga fólksins en hún hvatti okkur til þess að leggja okkar lóð á vogarskálarnar og okkur í kirkjunni að halda okkar góða boðskap á lofti.

Kom hún meðal annars inn á að við værum jú öll riddarar kærleikans.

Þetta var ljúf guðsþjónusta“ segir Hans Guðberg „mikil almenn þátttaka og mjög vel sótt, en að henni lokinni var haldið í safnaðarheimilið okkar í Brekkuskógum þar sem kvenfélagskonur stóðu fyrir kirkjukaffi þar sem safnað var fyrir Líknarsjóð Álftaness.“


slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Heimsókn

Prestarnir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Toshiki Toma ásamt Olgu Khodos

Manneskjan er flóknasti og fallegasti leyndardómur tilverunnar.

20. nóv. 2024
...segir Olga Khodos sálfræðingur frá Úkraínu
Grensáskirkja gnæfir yfir byggðina

Jólaaðstoð Hjálparstarfsins kynnt

20. nóv. 2024
...hjá Vinum Hjálparstarfsins
Hrönn Guðjónsdóttir

Mikilvægt að nudda ungbörnin

19. nóv. 2024
...fræðslumorgunn á foreldramorgni