Fjögur sækja um starf prests innflytjenda

15. október 2024

Fjögur sækja um starf prests innflytjenda

Breiðholtskirkja - miðstöð þjónustu kirkjunnar við innflytjendur

Biskup Íslands óskaði nýlega eftir presti innflytjenda til þjónustu í þjóðkirkjunni.

Miðað var við að viðkomandi gæti hafið störf þann 1. janúar 2025.

Umsóknarfrestur var til miðnættis 9. október 2024.

Fjórar umsóknir bárust.

Þrjú óska nafnleyndar.

Sá fjórði er sr. Árni Þór Þórsson.

Prestur innflytjenda

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands eru nú um 20% af íbúum landsins af erlendum uppruna eða um 63 þúsund manns.

Mikil fjölgun innflytjenda auðgar fjölmenningu landsins og fjölbreytileika, auk þess að styðja við efnahagslífið en fjölguninni fylgir einnig ýmis vandamál eins og fordómar og mismunum í garð innflytjenda.

Prestur innflytjenda hefur starfað í þjóðkirkjunni frá árinu 1996 og var öðru stöðugildi prests innflytjenda bætt við árið 2021.

Prestar innflytjenda tilheyra sérþjónustu þjóðkirkjunnar og leiða Alþjóðlega söfnuðinn sem hefur aðsetur í Breiðholtskirkju í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

Alþjóðlegi söfnuðurinn er aðal starfsvettvangur presta innflytenda en þjónustusvið þeirra nær einnig út fyrir söfnuðinn.

Prestar innflytjenda eiga að leitast við að þjóna öllum innflytjendum og flóttafólki sem óskar eftir aðstoð.

Þeir eiga að gera það á raunsæjan hátt í samvinnu við aðra presta, söfnuði, stofnanir eða samtök sem eiga hlut að máli.

Grunnatriði og markmið starfs prests innflytjenda er:

að hjálpa innflytjendum að aðlagast íslensku samfélagi og fræða og upplýsa bæði innflytjendur og Íslendinga í þeim tilgangi að koma í veg fyrir fordóma sem kunna að vera á milli þeirra,

að tala við fólk sem á í erfiðleikum og veita sálugæslu eða ráðgjöf,

að veita upplýsingar um kristna trú og kirkju,

að sjá um messur, bænastundir og aðra prestsþjónustu,

að vera málsvari innflytjenda og flóttafólks.

Prestar innflytjenda skipuleggja nánara starf sitt í samræmi við ,,Stefnu þjóðkirkjunnar í málefnum innflytjenda og fólks á flótta" sem var samþykkt í kirkjuþingi árið 2021.

Gerður verður samstarfssamningur milli prestanna.

Starf í Alþjóðlega söfnaðuðinum:

Alþjóðlegi söfnuðurinn er móttökusöfnuður innflytjenda og flóttafólks á vegum þjóðkirkjunnar og hefur aðsetur Breiðholtskirkju.

Sr. Toshiki Toma gegnir sambærilegri stöðu gagnvart söfnuðinum og sóknarprestur.

Messur Alþjólega safnaðarins eru alla sunnudaga kl. 14:00.

Góð þátttaka er jafnan í guðsþjónustunum, að meðaltali mæta um 35 manns, en um 120 - 150 manns eru á skrá hjá söfnuðinum.

Guðþjónusturnar fara aðalega fram á ensku.

Hátt hlutfall Írana er í söfnuðinum og því er notast við forritið AI sem túlkar jafn óðum.

Sunnudagaskóli Alþjóðlega safnaðarins er á sama tíma og guðsþjónusturnar og eru þátttakendur næstum því allir börn fólks sem sækir guðsþjónustur safnaðarins.

Hátt í 15 börn mæta oft í sunnudagaskólann og stefnt er að því að bjóða börnum í hverfinu einnig að koma og taka þátt.

Prestar innflytjenda annast reglulega skírnarfræðslu og mjög oft er óskað eftir skírn fullorðinna í söfnuðinum.

Prestar innflytjenda hafa skírt um 100 manns og eru 90 % þeirra fullorðin.

Prestar innflytjenda bjóða upp á fræðslukvöld yfir vetrarmánuðina með ákveðnu þema tengt kristinni trú.

Fjögur fræðslukvöld hafa verið bæði fyrir og eftir áramót.

Stefnt er að enn frekara starfi á komandi misserum.

Viðbótarskylda í þjónustu við Breiðholtsprestakall er 30%.

slg

  • Biskup

  • Flóttafólk

  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Starf

  • Starfsumsókn

  • Þjóðkirkjan

  • Alþjóðastarf

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar