Sr. Bryndís ráðin sóknarprestur

18. október 2024

Sr. Bryndís ráðin sóknarprestur

Biskup Íslands óskaði nýlega eftir sóknarpresti til þjónustu í Patreksfjarðarprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur var til miðnættis 9. október.

Miðað var við að viðkomandi gæti hafið störf þann 1. desember 2024.

Sr. Bryndís Svavarsdóttir hefur verið ráðin í starfið og hefur hú störf í janúar.

Bryndís Svavarsdóttir er fædd 30. nóvember árið 1956 í Hafnarfirði.

Foreldrar hennar eru Guðbjörg Tómasdóttir og Svavar Jóhannesson.

Maki hennar er Lúther Þorgeirsson, sjómaður.

Þau eiga fjögur börn, átta barnabörn og þrjú langömmubörn.

Bryndís sótti barnaskóla í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði og framhaldsskóla í Flensborg í Hafnarfirði til ársins 1973.

Hún útskrifaðist sem skrifstofutæknir frá Tölvuskóla Íslands árið 1995 og varð stúdent frá Menntaskólanum Hraðbraut árið 2005.

Bryndís tók BA í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 2008 og útskrifaðist með cand. theol. próf í júní árið 2012 og hlaut embættisgengi 1. júlí árið 2013.

Hún var vígð þann 17. nóvember árið 2019 og settur prestur í Patreksfjarðarprestakalli frá 1. desember árið 2019-31. maí 2020 og aftur 1. nóvember 2020-31. maí 2021.

Síðan hefur hún verið afleysingaprestur á ýmsum stöðum, nú síðast í Skagafjarðarprestakalli og mun hún þjóna þar fram í janúar.

Sem unglingur vann hún ýmis konar sumarvinnu, en var heima með börn og bú í 22 ár.

Hún vann á Hrafnistu í Hafnarfirði í þrjú og hálft ár og hjá Selecta 1998-2002.

Bryndís var sjálfboðaliði í æskulýðsstarfi og sunnudagaskóla Ástjarnarkirkju með námi í Háskóla Íslands og var síðan æskulýðsfulltrúi Ástjarnarkirkju og vann í æskulýðsstarfi í Kálfatjarnarkirkju 2012-2016.

Hún var æskulýðsstarfsmaður í Víðistaðakirkju 2014-2019 og stuttan tíma í Digranes og Hjallakirkju.

Brýndís hefur verið skemmtiskokkari frá árinu 1991, stundað hjólreiðar, fjallgöngur og ferðalög, auk þess sem hún er annálaður maraþonhlaupari.


slg


  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings

Kirkjan þarf að mæta fjölskyldum með ung börn

25. okt. 2024
...segir forseti kirkjuþings
Gissur Páll, Kristján, Jónas og Áslákur

Troðfull Bústaðakirkja

25. okt. 2024
...stórsöngvarar sungu
Unnur Halldórsdóttir djákni

Kærleiksþjónustan er forsenda þess að kirkjan lifi

24. okt. 2024
...segir Unnur Halldórsdóttir fyrsta konan sem var vígð djákni á Íslandi