Sr. Bryndís ráðin sóknarprestur

18. október 2024

Sr. Bryndís ráðin sóknarprestur

Biskup Íslands óskaði nýlega eftir sóknarpresti til þjónustu í Patreksfjarðarprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur var til miðnættis 9. október.

Miðað var við að viðkomandi gæti hafið störf þann 1. desember 2024.

Sr. Bryndís Svavarsdóttir hefur verið ráðin í starfið og hefur hú störf í janúar.

Bryndís Svavarsdóttir er fædd 30. nóvember árið 1956 í Hafnarfirði.

Foreldrar hennar eru Guðbjörg Tómasdóttir og Svavar Jóhannesson.

Maki hennar er Lúther Þorgeirsson, sjómaður.

Þau eiga fjögur börn, átta barnabörn og þrjú langömmubörn.

Bryndís sótti barnaskóla í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði og framhaldsskóla í Flensborg í Hafnarfirði til ársins 1973.

Hún útskrifaðist sem skrifstofutæknir frá Tölvuskóla Íslands árið 1995 og varð stúdent frá Menntaskólanum Hraðbraut árið 2005.

Bryndís tók BA í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 2008 og útskrifaðist með cand. theol. próf í júní árið 2012 og hlaut embættisgengi 1. júlí árið 2013.

Hún var vígð þann 17. nóvember árið 2019 og settur prestur í Patreksfjarðarprestakalli frá 1. desember árið 2019-31. maí 2020 og aftur 1. nóvember 2020-31. maí 2021.

Síðan hefur hún verið afleysingaprestur á ýmsum stöðum, nú síðast í Skagafjarðarprestakalli og mun hún þjóna þar fram í janúar.

Sem unglingur vann hún ýmis konar sumarvinnu, en var heima með börn og bú í 22 ár.

Hún vann á Hrafnistu í Hafnarfirði í þrjú og hálft ár og hjá Selecta 1998-2002.

Bryndís var sjálfboðaliði í æskulýðsstarfi og sunnudagaskóla Ástjarnarkirkju með námi í Háskóla Íslands og var síðan æskulýðsfulltrúi Ástjarnarkirkju og vann í æskulýðsstarfi í Kálfatjarnarkirkju 2012-2016.

Hún var æskulýðsstarfsmaður í Víðistaðakirkju 2014-2019 og stuttan tíma í Digranes og Hjallakirkju.

Brýndís hefur verið skemmtiskokkari frá árinu 1991, stundað hjólreiðar, fjallgöngur og ferðalög, auk þess sem hún er annálaður maraþonhlaupari.


slg


  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar