Stórmerkileg Biblíusýning í Seltjarnarneskirkju

18. október 2024

Stórmerkileg Biblíusýning í Seltjarnarneskirkju

Guðbrandsbiblía prentuð á Hólum árið 1584

Þann 4. október síðast liðinn sagði kirkjan.is frá afar fjölbreyttri dagskrá í Seltjarnarneskirkju í tilefni þess að í ár eru liðin 50 ár frá því Seltjarnarnes varð sérstakur söfnuður.

Sjá fréttina hér.

Eins og fram kom í fréttinni þá var fræðslumorgunn í kirkjunni sunnudaginn 6. október kl. 10:00 eins og reyndar alla sunnudaga áður en fólk gengur til messu.

Fræðslumorguninn að þessu sinni bar yfirskriftina:

Hversu yndislegir eru bústaðir þínir -sr. Sigurður Pálsson og Biblíur hans.

Þar var dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor emeritus í Gamla testamentisfræðum við Háskóla Íslands, sem flutti erindið.

Þá var opnuð Biblíusýning á öllum útgáfum Biblíunnar.

Ólafur Sigurðsson, sonur Sigurðar Pálssonar vígslubiskups, og fyrrum varafréttastjóri á RUV, opnaði Biblíusýninguna, sem stendur uppi í kirkjunni til októberloka.

Ólafur Egilsson sem situr í sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju hafði samband við fréttaritara kirkjan.is og vill hann gjarnan benda á þann möguleika að fara með hópa eldri borgara, unglinga eða annarra úr öðrum sóknum að koma í Seltjarnarneskirkju og skoða sýninguna.

Og Ólafur bætir við:

„Þetta er stórfróðleg sýning og einstakt tækifæri að á einum stað megi sjá allar ellefu útgáfur Biblíunnar frá því að Guðbrandur biskup Þorláksson á Hólum gaf út þá fyrstu árið 1584.

Talið er að Íslendingar hafi verið ein af ekki fleiri en um það bil 20 þjóðum sem fyrstar fengu Biblíuna þýdda á eigin þjóðtungu.

Það er einnig ánægjulegt hve sumar Biblíurnar bera þess merki að hafa verið í höndum fólks kynslóð fram af kynslóð og minnir á hve mjög þessi "bók bókanna" hefur í langa tíð auðgað líf fólks og aukið því styrk og þolgæði við oft erfiðar aðstæður í landinu“

segir Ólafur og bætir við:

„Það er full ástæða til að hvetja alla til að líta við í Seltjarnarneskirkju og njóta þess að skoða hinar mismunandi útgáfur.“

 

Hér fyrir neðan má sjá Steinsbiblíu sem prentuð var á Hólum í Hjaltadal  á árunum 1728-1734.

 

slg


Myndir með frétt

  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Biblían

logo.png - mynd

Laust starf

19. mar. 2025
...prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
Neskirkja í Reykjavík

Laust starf

18. mar. 2025
...prests við Neskirkju í Reykjavík
Kristín Waage, Kristján Valur, Kristján Búason og Margrét Bóasdóttir

Tvöfalt afmæli á hjúkrunarheimilinu Grund

17. mar. 2025
...kapellan á Grund 70 ára