Þrjár umsóknir bárust

23. október 2024

Þrjár umsóknir bárust

Reykholtskirkja hin nýja, vígð 28. júlí 1996, og hin eldri, vígð 31. júlí 1887 - mynd: hsh

Biskup Íslands óskaði nýlega eftir sóknarpresti til þjónustu í Reykholtsprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi.

Miðað var við að viðkomandi geti hafið störf 1. desember 2024.

Þrjú sóttu um starfið, María Guðrúnar Ágústsdóttir sóknarprestur í Fossvogsprestakalli, en tvö óska nafnleyndar.

Reykholtsprestakall

Reykholtsprestakall er í Vesturlandsprófastsdæmi.

Prestakallið nær yfir efri hluta Stafholtstungna, Hvítársíðu, Hálsasveit, Reykholtsdal, Flókadal Bæjarsveit, Andakíl, Lundarreykjadal og Skorradal.

Í prestakallinu eru sex sóknir, Bæjarsókn, Fitjasókn, Hvanneyrarsókn, Lundarsókn, Reykholtssókn og Síðumúlasókn.

Kirkjurnar eru átta talsins auk einnar kapellu.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8 gr. starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

Valnefnd skal ná samstöðu um einn umsækjanda en valið skal byggt á fyrirliggjandi þarfagreiningu og rökstutt á grundvelli hennar.

Í framhaldinu ræður biskup viðkomandi í starfið, að því gefnu að hann telji niðurstöður valnefndar reistar á lögmætum sjónarmiðum.


slg


  • Kirkjustaðir

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Starf

  • Starfsumsókn

  • Biskup

Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

12. jún. 2025
...sunnudaginn 15. júní