Kirkjuþing verður sett á laugardaginn

24. október 2024

Kirkjuþing verður sett á laugardaginn

Kirkjuþing verður sett í Háteigskirkju laugardaginn 26. október í Háteigskirkju kl. 10:00.

Setningin hefst með helgistund í umsjá biskups Íslands Guðrúnar Karls Helgudóttur.

Þá verður setningarræða forseta kirkjuþings Drífu Hjartardóttur.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ávarpar því næst þingið.

Að loknu tónlistaratriði sem sönghópurinn Kyrja sér um ávarpar biskup Íslands setningarathöfnina.

Á eftir verður móttaka í safnaðarheimili kirkjunnar.

Á dagskrá kirkjuþings eru komin 33 mál.

1. málið er skýrsla biskups Íslands og stjórnar þjóðkirkjunnar.

2. mál er tillaga til þingsályktunar um fjárhagsáætlun þjóðkirkjunnar fyrir árið 2025.

3. mál er áfangaskýrsla nefndar kirkjujþings 2024 um rýmkun kosningarréttar.

4. mál er tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um kjör til kirkjuþings nr. 8/2021-2022.

5. mál er tillaga starfsreglum um breytingu á starfsreglum um þingsköp kirkjuþings nr. 11/2021-2022.

6. mál er tillaga að starfsreglum um biskup Íslands.

7. mál er tillaga að starfsreglum um embætti biskups Íslands.

8. mál er tillaga að starfsreglum um vígslubiskupa.

9. mál er tillaga að starfsreglum um breytingar á starfsreglum um sérþjónustupresta, sem ráðnir eru á vegum stofnana eða félagasamtak nr. 37/2022-2023.

10. mál er tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um fasteignir þjóðkirkjunnar nr. 8/2022-2023.

11. mál er tillaga til þingsályktunar um fjölbreyttara safnaðarstarf fyrir fjölskyldufólk.

12. mál er tillaga til þingsályktunar um samtök safnaða og sókna þjóðkirkjunnar.

13. mál er tillaga til þingsályktunar um þarfagreiningu og starfsmat fyrir starfsetmi þjóðkirkjunnar og stofnanir hennar.

14. mál er tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um kjaranefnd þjóðkirkjunnar nr. 12/2021-2022 með síðari breytingum.

15. mál er tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um kirkjuþing unga fólksins nr. 29/2023-2024.

16. mál er tillaga til þingsályktunar um ráðningu í störf svæðisstjóra æskulýðsmála þjóðkirkjunnar.

17. mál er tillaga að starfsreglum um fjármál þjóðkirkjunnar.

18. mál er tillaga til þingsályktunar um staðfestingu vinnureglna um ábyrgð og verkefni stjórnar þjóðkirkjunnar.

19. mál er tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um kjaranefnd þjóðkirkjunnar nr. 12/2021-2022 með síðari breytingum.

20. mál er tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um kirkjuþing nr. 10/2021-2022.

21. mál er tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um þingsköp kirkjuþings.

22. mál er tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um kirkjuþing nr. 10/2021-2022.

23. mál er tillaga að starfsreglum um brottfall starfsreglna um þjónustumiðstöð kirkjunnar nr. 56/2021-2022.

25. mál er tillaga til þingsályktunar um átak í fræðslu um kristinn kærleika og samkennd fyrir ungmenni.

26. mál er tillaga til þingsályktunar um fræðslu fyrir fullorðna.

27. mál er tillaga að starfsreglum um kjör til kirkjuþings nr. 8/2021-2022.

28. mál er tillaga að strfsreglum um breytingu á starfsreglum um prófasta nr. 7/2023-2024.

29. mál er tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um kjör til kirkjuþings nr. 8/2021-2022.

30. mál er tillaga til þingsályktunar um gerð áæltlunar um aðgengi fyrir alla.

31. mál er tillaga til þingsályktunar um stjórnskipulag Skálholtsstaðar.

32. mál er tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um þingsköp kirkjuþings nr. 11/ 2021-2022 með síðari breytingum.

33. mál er tillaga til þingsályktunar um málefni landsbyggðarinnar í ljósi prestaskorts.

Finna má málaskrána hér  með greinargerðum og fylgigögnum.


slg


  • Kirkjustarf

  • Kirkjuþing

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þing

  • Biskup

Diddú og Bergþór

Síðustu hádegistónleikar í Bleikum október

29. okt. 2024
...Diddú og Bergþór Pálsson
Nokkur mættu í Valgerðartísku á fyrirlesturinn

Mikið um dýrðir í Skálholti um síðastliðna helgi

29. okt. 2024
...fyrirlestur um Valgerði Jónsdóttur og Hallgrímsmessa
Forsíða vegna kynningar.jpg - mynd

Skírnarguðfræði Lúthers

29. okt. 2024
...lúthersk skírnarguðfræði á Íslandi