Kirkjan þarf að mæta fjölskyldum með ung börn

25. október 2024

Kirkjan þarf að mæta fjölskyldum með ung börn

Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings

Kirkjuþing verður sett í Háteigskirkju á morgun, laugardag kl. 10:00.

Ávörp munu flytja, biskup Íslands Guðrún Karls Helgudóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og forseti kirkjuþings Drífa Hjartardóttir.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við forseta þingsins Drífu Hjartardóttur og spurði hana um hvaða mál henni þættu mikilvægust á þessu þingi.

Drífa sagði:

„Það eru mjög góðar tillögur frá kirkjuþingi unga fólksins, þar sem sóknir eru hvattar til að bregðast við ólíkum þörfum fjölskyldna með því að bjóða uppá fjölbreyttara safnaðarstarf
t.d með því að mæta þörfum fjölskyldna með ung börn.

Með því að bjóða uppá samverur seinnipart dags í miðri viku til viðbótar við hefðbundnar hádegissamverur í sunnudagaskólanum væri kirkjan að mæta þörfum fjölskyldna þeirra barna sem nýta hádegin til svefns.

Ákall er um að kirkjan leggi áherslu á skírnarfræðslu.

Í tillögunni er hvatning til sóknarnefnda um að bjóða uppá sambærilegar stundir.

Það geti eflt kirkjuna til framtíðar og skilað sér í breiðari þátttöku sóknarbarna“

segir Drífa.

„Svo er tillaga um að stofna þrjár stöður svæðisstjóra æskulýðsmála þjóðkirkjunnar í Vesturlands- og Vestfjarðarprófastsdæmi, á Suðurlandi og á Norðurlandi.

Það er mjög mikilvægt“ segir Drífa og bætir við:

„Svo er tillaga um átak í fræðslu um kristinn kærleik og samkennd með ungmennum, sem snúa að geðrækt og andlegri uppbyggingu fólks.

Átakið felst í því að bjóða grunn og framhaldsskólum upp á fræðslu um kristinn kærleika.

Markmiðið er að fræða um rætur og grundvöll kristins kærleika og réttlætis, sem er grundvöllur siðar og menningar í þjóðlífinu.

Þannig er stuðlað að aukinni samkennd, virðingu og betri líðan nemenda.

Auk þess þarf að fræða ungt fólk um sálgæslu kirkjunnar.

Fyrir meira en 20 árum var ráðist í átak að bjóða upp á fræðslu fyrir framhaldsskóla með gerð fræðsluefnis fyrir nemendur í lífsleikni.

Það gaf góða raun og sannaði gildi sitt og tilgang.

Það verkefni er enn við lýði í nokkrum framhaldsskólum þar sem að koma prestar og starfsfólk safnaðanna.

Hér er tækifæri til að blása krafti í það verkefni á ný“ segir Drífa.


„Tillaga er einnig um að efla fræðslu fyrir fullorðna og fylgja þar með eftir að í fræðslustefnu þjóðkirkjunnar er lögð áhersla á geðrækt og mikilvægt er að þar sé horft til þess sem kirkjan hefur góða reynslu af, eins og námskeið þar sem saman fer fræðsla, samvera og samtal“

segir Drífa og bætir við að lokum:

„Þá er tillaga um gerð áætlunar um aðgengi fyrir alla.

Aðgengi fyrir alla er lykillinn að því að fólk með margvíslegar skerðingar geti verið fullgildir þátttakendur í samfélaginu.

Þetta á jafnt við um fólk með fötlun, eldri borgara og enn fremur vegna tímabundinna aðstæðna vegna t.d. fótbrots, þungunar og þegar fólk er með börn í kerru.

Kirkja sem vill þjóna og bjóða fólki til þátttöku í samfélagi kirkjunnar þarf að huga að aðgengi fyrir alla.

Við þurfum að spyrja: er aðgengi fyrir alla um aðaldyr og frátekið stæði í kirkjunni fyrir hjólastóla?

Hvernig er salernisaðstaða og bifreiðastæði fyrir hreyfihamlaða?

Hvernig er hljóðvist og merkingar?“

sagði Drífa að lokum.“

Finna má kirkjuþingsmál sem lögð verða fyrir þingið hér.


slg




  • Barnastarf

  • Biskup

  • Fræðsla

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjuþing

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi