Síðustu hádegistónleikar í Bleikum október

29. október 2024

Síðustu hádegistónleikar í Bleikum október

Diddú og Bergþór

Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, Bergþór Pálsson og Jónas Þórir gleðja tónleikagesti á síðustu hádegistónleikunum í Bleikum október í Bústaðakirkju, þetta árið.

Tónleikarnir fara fram miðvikudaginn 30. október kl. 12:05.

Aðgangur er ókeypis, en þau sem vilja, fá tækifæri til að kaupa bleiku slaufuna eða leggja endurhæfingarmiðstöðinni Ljósinu lið, með fjárframlagi.

Að tónleikum loknum, um klukkan 12:30, er boðið upp léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu.

Að loknum tónleikum og hádegisverði mun Arnþór Óli Arason flytja erindi í safnaðarheimilinu undir yfirskriftinni:

Pílagrímaganga til Rómar.

Arnþór Óli hefur um árabil gengið mikið og haldið utan um þær ferðir sínar.

Í erindi sínu að þessu sinni mun Arnþór Óli fjalla um pílagrímagöngu sína til Rómar.

Bleikur október í Bústaðakirkju er dagskrá sem helguð er stuðningi við þau fjölmörgu sem glíma við krabbamein og aðstandendur þeirra.

Dagskráin hefur verið fjölbreytt þennan mánuðinn og þátttaka mjög góð.


slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Kirkjustaðir

Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

12. jún. 2025
...sunnudaginn 15. júní