Skírnarguðfræði Lúthers

29. október 2024

Skírnarguðfræði Lúthers

Ólafur Jón Magnússon, prestur í sænsku kirkjunni, kynnir niðurstöður MA-verkefnis síns við Guðfræði og trúarbragðafræðideild HÍ, sem ber yfirskriftina:

„Engin stórkostlegri huggun á jörðu“:

Skírnarguðfræði Lúthers og lúthersk skírnarguðfræði íslenskra helgisiðabóka.

Kynningin er haldin í stofu 229 í aðalbyggingu Háskóla Íslands mánudaginn 4. nóvember kl. 12:00–13:00.

Í fyrirlestrinum kynnir Ólafur Jón skírnarguðfræði Marteins Lúther, eins og hún er sett fram í 8 ritum sem spanna allan feril siðbótarmannsins.

Skírnarguðfræði Lúthers er síðan borin saman við þá skírnarguðfræði sem birtist í skírnaratferli helstu helgisiðabóka lúthersku kirkjunnar á Íslandi, frá handbók biskups Marteins Einarssonar 1555 til núgildandi handbókar frá 1981.

 

slg


Myndir með frétt

  • Guðfræði

  • Prestar og djáknar

  • Skírn

  • Trúin

  • Fræðsla

IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.
Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.