Skírnarguðfræði Lúthers

29. október 2024

Skírnarguðfræði Lúthers

Ólafur Jón Magnússon, prestur í sænsku kirkjunni, kynnir niðurstöður MA-verkefnis síns við Guðfræði og trúarbragðafræðideild HÍ, sem ber yfirskriftina:

„Engin stórkostlegri huggun á jörðu“:

Skírnarguðfræði Lúthers og lúthersk skírnarguðfræði íslenskra helgisiðabóka.

Kynningin er haldin í stofu 229 í aðalbyggingu Háskóla Íslands mánudaginn 4. nóvember kl. 12:00–13:00.

Í fyrirlestrinum kynnir Ólafur Jón skírnarguðfræði Marteins Lúther, eins og hún er sett fram í 8 ritum sem spanna allan feril siðbótarmannsins.

Skírnarguðfræði Lúthers er síðan borin saman við þá skírnarguðfræði sem birtist í skírnaratferli helstu helgisiðabóka lúthersku kirkjunnar á Íslandi, frá handbók biskups Marteins Einarssonar 1555 til núgildandi handbókar frá 1981.

 

slg


Myndir með frétt

  • Guðfræði

  • Prestar og djáknar

  • Skírn

  • Trúin

  • Fræðsla

Prestarnir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Toshiki Toma ásamt Olgu Khodos

Manneskjan er flóknasti og fallegasti leyndardómur tilverunnar.

20. nóv. 2024
...segir Olga Khodos sálfræðingur frá Úkraínu
Grensáskirkja gnæfir yfir byggðina

Jólaaðstoð Hjálparstarfsins kynnt

20. nóv. 2024
...hjá Vinum Hjálparstarfsins
Hrönn Guðjónsdóttir

Mikilvægt að nudda ungbörnin

19. nóv. 2024
...fræðslumorgunn á foreldramorgni