Kirkjuþingi lauk í gær í Háteigskirkju

30. október 2024

Kirkjuþingi lauk í gær í Háteigskirkju

Eins og sjá má á þessari mynd eru margar konur á kirkjuþingi-mynd sgs

Kirkjuþingi lauk í gær þriðjudaginn 29. október, en það var sett í Háteigskirkju laugardaginn 26. október.

Þingið fór fram í safnaðarsal kirkjunnar.

19 mál voru afgreidd, öðrum var vísað til nefnda eða frestað fram í mars á næsta ári.


1. mál, sem var skýrsla biskups, var afgreidd með þessu nefndaráliti.

2. mál, sem var um fjárhagsáætlun Þjóðkirkjunnar fyrir árið 2025 var samþykkt með þessu nefndaráliti.

3. mál sem var áfangaskýrsla nefndar kirkjuþings 2024 um rýmkun kosningarréttar var afgreitt með þessu nefndaráliti.

4. mál sem var tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um kjör til kirkjuþings nr. 8 2021-2022 var vísað til löggjafarnefndar.

Fjallaði það um þingsköp kirkjuþings og kosningarrétt.

5. mál var um tillaga að starfsreglum um breytingar á starfsreglum um þingsköp kirkjuþings nr. 11 2021-2022, með síðari breytingum.

Var hún afgreidd með þessu nefndaráliti.

6. mál var tillaga að starfsreglum um biskup Íslands.

Var hún afgreidd með þessu nefndaráliti.

7. máli sem var tillaga að starfsreglum um embætti biskups Íslands var skeytt saman við 6. mál.

8. mál var tillaga að starfsreglum um vígslubiskupa.

Henni var vísað til löggjafarnefndar.

9. mál var tillaga að starfsreglum um breytingar á starfsreglum um sérþjónustupresta sem ráðnir eru á vegum stofnana og félagasamtaka nr. 37/2022-2023.

Fjallaði hún um að bæta djáknum við svo starfsreglurnar næðu yfir alla vígða þjóna.

Var hún samþykkt eftir eina umræðu.

10. mál var tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um fasteignir Þjóðkirkjunnar nr. 8/2022-2023.

Hún var afgreidd með þessu meiri hluta nefndaráliti.

Einnig var flutt minni hluta nefndarálit.

Málið fjallaði um embættisbústaði biskupa landsins.

11. mál var tillaga til þingsályktunar um fjölbreyttara safnaðarstarf fyrir fjölskyldufólk.

Var hún samþykkt með þessu nefndaráliti og breytingartillögu.

12. mál var tillaga til þingsályktunar um samtök safnaða og sókna þjóðkirkjunnar.

Hún var afgreidd með þessu nefndaráliti.

13. mál var tillaga  til þingsályktunar um þarfagreiningu og starfsmat fyrir starfsemi Þjóðkirkjunnar og stofnanir hennar.

Hún var samþykkt með þessu nefndaráliti og breytingartilloögu.

14. mál var tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um kjaranefnd Þjóðkirkjunnar nr. 12/2021-2022, með síðari breytingum.

Var henni vísað til löggjafanefndar.

15. mál var tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um kirkjuþing unga fólksinsnr. 29/2023-2024.

Henni var vísað til löggjafanefndar.

16. mál var tillaga til þingsályktunar um ráðningu í störf svæðisstjóra æskulýðsmála þjóðkirkjunnar.

Var hún afgreidd með þessu nefndaráliti.

17. máli sem var tillaga að starfsreglum um fjármál Þjóðkirkjunnar var vísað til allra nefnda.

18. mál var tillaga til þingsályktunar um sölu fasteignar.

Hún var afgreidd með þessu nefndaráliti.

Málið fjallaði um sölu prestbústaðar á Hólmavík.

19. máli sem var tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um kjaranefnd Þjóðkirkjunnar nr. 12 2021-2022, með síðari breytingum var vísað til löggjafanefndar.

20. máli, sem var tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um kirkjuþing nr. 10 2021-2022, var frestað fram í mars 2025.

21. mál var tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um þingsköp kirkjuþings.

Hún var afgreidd með þessu nefndaráliti.

22. máli sem var tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um kirkjuþing nr. 10 2021-2022 var vísað til fjárhagsnefndar.

23. mál var tillaga að starfsreglum um brottfall starfsreglna um þjónustumiðstöð þjóðkirkjunnar nr. 56 2021-2022.

Hún var afgreidd eftir eina umræðu.

24. mál sem er tillaga til þingsályktunar um ársreikning Þjóðkirkjunnar fyrir árið 2024 og verður afgreidd í mars 2025.

25. mál var tillaga til þingsályktunar um átak í fræðslu um kristinn kærleik og samkennd fyrir ungmenni.

Hún var afgreidd með þessu nefndaráliti.

26. mál var tillaga til þingsályktunar um fræðslu fyrir fullorðna.

Hún var afgreidd með þessu nefndaráliti.

27. máli sem var tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um kjör til kirkjuþings nr. 8/2021-2022 var vísað til löggjafanefndar.

28. máli sem var tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um prófasta nr. 7 2023-2024 var vísað til löggjafanefndar.

29. máli sem var tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um kjör til kirkjuþings nr. 8/2021-2022 var vísað til löggjafanefndar.

30. mál sem var tillaga til þingsályktunar um gerð áætlunar um aðgengi fyrir alla var afgreidd með þessu nefndaráliti.



Fallið var frá flutningi 31. máls, en það var tillaga til þingsályktunar um stjórnskipulag Skálholtsstaðar.

32. mál sem var tillaga að starfsreglum um breytingar á starfsreglum um þingsköp kirkjuþings nr. 11 2021-2022, með síðari breytingum fékk ekki framgang.

33. mál var tillaga til þingsályktunar um málefni landsbyggðarinnar í ljósi prestaskorts.

Hún var afgreidd með þessu nefndaráliti og breytingartillögu.

 

Myndirnar hér fyrir neðan eru teknar í kaffihléi og sýna hinn góða anda sem réð ríkjum á kirkjuþinginu.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Kirkjuþing

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Kirkjustaðir

Prestarnir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Toshiki Toma ásamt Olgu Khodos

Manneskjan er flóknasti og fallegasti leyndardómur tilverunnar.

20. nóv. 2024
...segir Olga Khodos sálfræðingur frá Úkraínu
Grensáskirkja gnæfir yfir byggðina

Jólaaðstoð Hjálparstarfsins kynnt

20. nóv. 2024
...hjá Vinum Hjálparstarfsins
Hrönn Guðjónsdóttir

Mikilvægt að nudda ungbörnin

19. nóv. 2024
...fræðslumorgunn á foreldramorgni