Sr. Árni Þór ráðinn

1. nóvember 2024

Sr. Árni Þór ráðinn

Sr. Árni Þór Þórsson

Biskup Íslands óskaði nýlega eftir presti innflytjenda til þjónustu í þjóðkirkjunni.

Miðað var við að viðkomandi gæti hafið störf þann 1. janúar 2025.

Valnefnd ákvað að ráða sr. Árna Þór Þórsson í starfið og hefur biskup Íslands staðfest ráðninguna.

Hinn nýi prestur innflytjenda mun starfa með sr. Toshiki Toma sem starfað hefur með innflyjendum í áratugi.

Árni Þór Þórsson er fæddur í Reykjavík þann 13. október árið 1995.

Hann ólst upp í Grafarvogi og hóf skólagöngu sína í Foldaskóla.

Þaðan fór hann í Tækniskólann, nánar til tekið á fjölmiðlabraut.

Þar lauk hann námi á sviði grafískar miðlunar vorið 2014 og prentunar haustið 2014 og var dúx Tækniskólans það haust.

Síðan lauk hann stúdentsprófi frá Tækniskólanum vorið 2015.

Árni Þór hóf nám við guðfræði- og trúarbragðafræðideild haustið 2015 og lauk þar B.A.-prófi í guðfræði í febrúar 2019.

Mag. theol. prófi lauk hann frá Guðfræði og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands í febrúar 2021.

Árni vígðist til þjónjustu við Víkurprestakall í Suðurprófastsdæmi þann 18. apríl árið 2022 og þjónaði þar til ágústloka 2024.

Síðan þá hefur hann sinnt afleysingarþjónustu í Seljaprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

Árni Þór á eina dóttur, sem er þriggja ára.


slg


  • Prestar og djáknar

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Prestarnir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Toshiki Toma ásamt Olgu Khodos

Manneskjan er flóknasti og fallegasti leyndardómur tilverunnar.

20. nóv. 2024
...segir Olga Khodos sálfræðingur frá Úkraínu
Grensáskirkja gnæfir yfir byggðina

Jólaaðstoð Hjálparstarfsins kynnt

20. nóv. 2024
...hjá Vinum Hjálparstarfsins
Hrönn Guðjónsdóttir

Mikilvægt að nudda ungbörnin

19. nóv. 2024
...fræðslumorgunn á foreldramorgni