Kirkjulistavika Kjalarnessprófastsdæmis stendur sem hæst

6. nóvember 2024

Kirkjulistavika Kjalarnessprófastsdæmis stendur sem hæst

Kirkjulistavika Kjalarnessprófastsdæmis hófst 3. nóvember og stendur til 10. nóvember.

Á dagskrá eru fimmtán viðburðir sem fara fram í níu kirkjum, tveimur félagsheimilum og einu safnaðarheimili.

Meðal viðburða má nefna tónleika sem Ragnheiðar Gröndal og Guðmundar Péturssonar héldu í gær þann 5. nóvember.

Þar fluttu þau trúar og alþýðutónlist.

Þá má nefna málþing um einmanaleika og einsemd, kyrrðarstund með fiðlutónum og erindi Alberts Albertssonar, verkfræðings og hugmyndasmiðs Auðlindagarðs HS Orku, um tengsl vísinda, móður jarðar og sköpunar Guðs.

Kirkjulistavikunni lýkur svo með barnakóramóti sem haldið verður í Vídalínskirkju, sunnudaginn 10. nóvember.

Yfirskrift barnakóramótsins er: Við flytjum friðarins kveðju, en auk þess munu hljómsveitin VÆB og Friðrik Ómar koma fram.

Sjá dagskrá kirkjulistavikunnar hér fyrir neðan.

Þema kirkjulistavikunnar er sótt í Matteusarguðspjall 5.9:

Sælir eru friðflytjendur, en það var einnig þema Kirkjudaga sem haldnir voru nú í ágúst.

Að vera friðflytjandi er m.a. að vinna að einingu og samkennd.

Listin tjáir tilfinningar, skilning og leyndardóma og hún á sér engin landamæri eða er bundin við tungumál.

Listin tengir fólk saman, nærir samfélag og opnar augu okkar fyrir fegurðinni sem elskar friðinn, en hatar stríð.

Þetta er í annað sinn sem Kirkjulistavika prófastsdæmisins er haldin.

Markmið vikunnar er að minna á menningararf kirkjunnar og efla tengsl kirkju og listar með margvíslegum hætti.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Umhverfismál og kirkja

  • Fræðsla

Neskirkja í Reykjavík

Samtal kynslóðanna í fermingarstörfunum

06. nóv. 2024
...í Neskirkju
Sr. Árni Þór Þórsson

Sr. Árni Þór ráðinn

01. nóv. 2024
...prestur innflytjenda
Sr. María Guðrúnar Ágústsdóttir

Sr. María ráðin

01. nóv. 2024
...í Reykholtsprestakall