Samtal kynslóðanna í fermingarstörfunum

6. nóvember 2024

Samtal kynslóðanna í fermingarstörfunum

Neskirkja í Reykjavík

Fermingarstörfin í söfnuðum landsins eru afar fjölbreytt eins og fram kom í frétt á kirkjan.is  í fyrra mánuði.

Stefnan er að kynna hvernig fermingarstörfin fara fram í borg, bæjum og sveitum á næstunni hér á vefnum.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur prest í Nesprestakalli í Reykjavík því þar hafa fermingarstörfnin verið með nokkuð óhefðbundnum hætti undanfarin ár.

Steinunn segir:

„Hjá okkur fer fermingarstarfið í gang rétt eftir miðjan ágúst með sumarnámskeiði sem stærstur hluti barnanna tekur þátt í.

Síðan hefst vetrarnámskeið í september og er vikulega fyrir þau börn sem misstu af sumarnámskeiði, eða huta þess.

Við byrjum alltaf af talsverðum krafti með námskeiðinu í ágúst og messu fyrir óvana"

segir Steinunn og bætir við:

„Svo er gróðurferð í Heiðmörk með börnum og foreldrum þar sem hvert fermingarbarn gróðursetur birkitré í Neskirkjureit.

Þar hefur hvert fermingarbarn fengið sitt tré í hátt í tíu ár.

Við förum í Vatnaskóg með fermingarbörnin í september og í hverjum mánuði yfir veturinn er samvera, ýmist með fermingarbörnum eða bæði fermingarbörnum og foreldrum.

Þar að auki mæta þau í messu og börnin gera verkefni eftir messu áður en þau fá stimpil fyrir mætinguna.

Meðal þess sem við gerum á mánðarlegum samverum er samtal kynslóðanna það er að segja við fáum foreldra og börn til að tala saman um hugsanir og væntingar.

Markmiðið er að auka skilning og skapa góðar minningar“

segir Steinunn og bætir við:

"Þessu til viðbótar er svo æskulýðsfélag, sem sum barnanna byrja að sækja fermingarárið.

Hópurinn er stór í ár, rúmlega 100 börn, og þátttaka í öllu er mjög góð, bæði frá unglingunum og foreldrunum.

Við leggjum talsverða áherslu á að kenna biblíusögur og förum að auki yfir Markúsarguðspjall.

Þetta er vegna þess að krakkar þekkja orðið lítið þessar sögur sem við, sem eldri erum, lærðum í skóla sem börn.

Þær eru ekki lengur kenndar.

Þar að auki er farið yfir allt mögulegt sem snertir trú á fjölbreyttan hátt, kirkjuna, messuna og hvað það er að vera kristin/n“

segir Steinunn á lokum.

 

slg


  • Barnastarf

  • Biblían

  • Ferming

  • Fræðsla

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar