Rýnt í Heimsljós Halldórs Laxness í Seltjarnarneskirkju

7. nóvember 2024

Rýnt í Heimsljós Halldórs Laxness í Seltjarnarneskirkju

Dr. Gunnar flytur erindi í Seltjarnarneskirkju

Mikið var um að vera í Seltjarnarneskirkju allan októbermánuð í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá stofnun safnaðarins.

Seltjarnarnessókn var stofnuð árið 1974 og fyrsti formaður sóknarnefndar var Kristín Friðbjarnardóttir, en hún gegndi formennsku í sóknarnefndinni í 16 ár.

Kirkjan var vígð 19. febrúar árið 1989 en athafnir fóru fram í kjallara kirkjunnar frá 1985-1989 á meðan verið var að ljúka við bygginguna.

Meðal þess sem gert var í tilefni afmælisins var að koma upp Biblíusýningu á öllum útgáfum Biblíunnar.

Sýningin er opin til 15. nóvember og er fólk hvatt til að sækja þessa merku sýningu.

Erindi voru flutt um áhugaverð efni alla sunnudagsmorgna kl. 10:00.

Sunnudaginn 27. október var fræðslumorgunn um Biblíuna í verkum Laxness.

Það var dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur emeritus, sem flutti erindið.

Dr. Gunnar Kristjánsson er okkar helsti sérfræðingur í Heimsljósi Halldórs Laxness og því verður framhald á.

Rýnt verður í Heimsljós með Gunnari í þrjú skipti.

Um er að ræða þrjú mánudagskvöld i safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju frá kl. 20:00 til 21:30.

Fyrsta skiptið verður 11. nóvember og hin tvö verða 18. og 25. nóvember.

Að sögn Bjarna Þórs Bjarnasonar sóknarprests á Seltjarnarnesi er hér um einstakt tækifæri um að ræða til að læra um og kynna sér þetta mikla bókmenntaverk og kristnar áherslur sem þar eru að finna.

„Þátttaka er ókeypis!

Bara að koma og njóta!

segir Bjarni Þór.

Hér fyrir neðan má sjá að mjög góð þátttaka var þegar erindi Gunnars var flutt í Seltjarnarneskirkju.

 

slg



Myndir með frétt

  • Fræðsla

  • Fundur

  • Guðfræði

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Trúin

  • Biblían

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar